Strassborg
Útlit

Strassborg (franska Strasbourg, þýska Straßburg, elsassþýska eða allemanníska Strossburi) er höfuðborg og mikilvægasta borgin í Elsass-héraðinu í norðausturhluta Frakklands. Fólkfjöldi borgarinnar er 290.000 manns (2020), en á stór-Strassborgarsvæðinu búa 850.000 manns. Evrópuþingið er í borginni að hálfum hluta og hálfum hluta í Brussel í Belgíu. Einnig eru til húsa í Strassborg Evrópuráðið og Mannréttindadómstóll Evrópu. Borgin hýsir EM Strasbourg Business School viðskiptaskólann.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Strassborg.
