Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. reposted this
Við kynnum stolt nýjustu meðlimi Attentus teymisins, þau Hildi og Tryggva. https://lnkd.in/egAUq-nJ
Attentus veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði. Við leggjum áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að rekstrarárangri og starfsánægju. Ráðgjafar okkar hafa allir unnið við stjórnun í íslenskum fyrirtækjum og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Áhersla er lögð á náið samstarf við stjórnendur og góður stuðningur við innleiðingu og eftirfylgni tryggir góðan árangur. Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007 af Árnýju Elíasdóttur, Ingu Björgu Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur. Í dag eru eigendur Drífa Sigurðardóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir og starfa allir eigendur sem ráðgjafar hjá Attentus. Þjónusta Attentus er víðtæk og má þar nefna mannauðstjóri til leigu, þjálfun starfsmanna, starfsþróun, útekt, greiningar og ráðgjöf. ___ Attentus Consulting provides business consulting and services focusing on Human Resources. Our services are based on professional knowledge and experience, strategically integrating HR processes and practices into daily operations, and increasing the efficiency and profitability of business operations and employee satisfaction. All of our consultants have substantial management experience and a wide range of knowledge in the field of HR and business operations. We work closely with management on implementing our solutions, providing good support throughout the work process. Attentus HR Consulting was founded in 2007 by Árný Elíasdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir and Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir. Today the partners are Drífa Sigurðardóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Ingunn Björk Vilhjálsdóttir and Sigríður Þorgeirsdóttir, all working full time within the firm. Attentus provides wide range of services e.g. outsourced hr services, consultancy services and audits and analysis.
External link for Attentus mannauður og ráðgjöf ehf.
Suðurlandsbraut 4
4. hæð
Reykjavik, Iceland 108, IS
Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. reposted this
Við kynnum stolt nýjustu meðlimi Attentus teymisins, þau Hildi og Tryggva. https://lnkd.in/egAUq-nJ
Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk.
Við kynnum stolt nýjustu meðlimi Attentus teymisins, þau Hildi og Tryggva. https://lnkd.in/egAUq-nJ
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að sérfræðingi í umhverfis- og loftlagsmálum. Helstu verkefni sérfræðings í umhverfismálum er að sinna margþættum verkefnum á sviði umhverfismála sem tengjast starfsemi sveitarfélaga, en þar undir falla m.a. úrgangsmál, aðgerðir í loftslagsmálum og fráveitumálum. https://lnkd.in/eaBhVzvt
Harpa leitar að kraftmiklum mannauðs- og gæðastjóra til að gera góðan vinnustað enn betri. Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða mannauðs- og gæðaverkefnin í Hörpu - viljum við endilega heyra frá þér. https://lnkd.in/dRMJhRGX
Samband Íslenska sveitarfélga auglýsir eftir sérfræðingu í gagnagreiningu. Helstu verkefni sérfræðings í gagnagreiningu er að hagnýta og halda utan um gögn í gagnagrunni þróunarsviðs, vinna að stöðlun þeirra og tryggja upplýsingagjöf til sveitarfélaga og annarra hagaðila, spennandi starf fyrir allt áhugafólk um gögn og greiningar https://lnkd.in/ea_PPrcv
Hvernig líður þér í dag?
Fullkomin streita? Attentus kynnir fræðslu í samstarfi við leikkonuna Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem hefur undanfarin misseri sýnt einleikinn „Á rauðu ljósi“ í Þjóðleikhúsinu. Fræðslan er fyrir vinnustaði um kulnun, streitu, fullkomnunaráráttu og samspil þessara þátta. Fræðslunni er ætlað að vekja starfsfólk til umhugsunar um eigin líðan og veita bjargráð þeim sem vilja huga að streitu í eigin lífi sem og í vinnunni. Hægt er að sníða fræðsluna að hverjum vinnustað fyrir sig. Nánari upplýsingar má nálgast gegnum netfangið hildur@attentus.is.
Vinnum saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. 💛 „Gulur september“ er mánuður þar sem sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis er sett í öndvegi. Skilaboðin vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Við erum mörg sem eigum þá sameiginlegu reynslu að hafa misst ástvin í sjálfsvígi og sú reynsla er sár. En það er ýmislegt sem við getum lagt til hvert og eitt svo sem að sýna náunganum mildi og virðingu, láta okkur almennt varða um aðrar manneskjur og taka mark á áföllum fólks. Engar einfaldar lausnir eru á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfum við öll að leggjast á eitt og hvetjum við vinnustaði að taka virkan þátt í þessu mikilvæga verkefni. Pössum upp á hvert annað á vinnustaðnum og réttum út hjálparhönd ef þess er þörf. #gulurseptember Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218.
Er kominn tími á að endurskoða þörfina fyrir jafnlaunavottun? https://lnkd.in/eNRzhPWZ