Cohn & Wolfe á Íslandi er almannatengslastofa og hluti af Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði almannatengsla. Hjá BCW starfa rúmlega 4000 manns á heimsvísu og er fyrirtækið þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims ásamt því að vera margverðlaunað á sviði almannatengsla.
Við hjá Cohn & Wolfe fylgjum ströngum alþjóðlegum siðareglum sem skapa traust á ráðgjöf okkar. Ráðgjöfinni fylgir siðferðisleg ábyrgð, heiðarleiki og gagnsæi gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum og hagaðilum. Siðferðislegir starfshættir okkar eru grundvallaratriði í ráðgjöfinni þar sem það tryggir viðskiptavinum fyrsta flokks ráðgjöf sem er byggð á trúnaði og fagmennsku sem leiðir til árangurs viðskiptavina.
Við hjá Cohn & Wolfe nýtum reynslu og fagþekkingu til að ná fram áþreifanlegum og mælanlegum árangri í þágu viðskiptavina okkar. Aðferðafræðileg vinnubrögð, hátterni okkar og tryggð gerir okkur að sterkum bakhjarli fyrir viðskiptavini okkar.
Tilgangur sérfræðiaðstoðar okkar byggir á forsendum hagræðingar í stefnulegu kynningarferli einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka og kerfisbundnum aðferðafræðilegum vinnubrögðum til verndar og styrktar ímynda og orðspors þeirra, vörum og/eða þjónustu.
Samstarf sérfræðinga Cohn & Wolfe og viðskiptavina fjallar í grunninn um það að minnka áhættu í innri og ytri samskiptum þeirra með kerfisbundnum forvirkum aðferðum. Við aðstoðum stjórnarformenn, forstjóra, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur í mikilvægri vinnu þeirra við að vernda hlutverk sitt til styrktar skipulagi þeirra gagnvart hagaðilum í breyttum, og oft á tíðum óvægnum, heimi mannlegra samskipta.
Sérfræðingar okkar eru ekki hræddir við að fara óvæntar leiðir, þeir eru djarfir í lausnum sínum sem leiða til mælanlegs viðskiptaárangurs. Þeir eru „brutally honest“, ögra eigin þekkingu og viðskiptavina okkar sem leggur grunn að ævintýralegum möguleikum og nýjum tækifærum.
-
Industry
-
Public Relations and Communications Services
-
Company size
-
2-10 employees
-
Headquarters
-
Reykjavík, Reykjavík
-
Type
-
Public Company
-
Founded
-
2004
-
Specialties
-
Public Relations, Integrated Communications, Corporate Branding, Business Intelligence, Crisis Management, Issue Management, Reputation Management, Digital Communications, Social Media Communications, Media Relations, Organization Communications, Marketing Communications, Investor Relations, Sales Process & Communications, Corporate Governance Communications, Top Leader Communications, Executive Advisory Service, C&W Executive Sounding Board, Developing Center of Excellence, Management Protection Program, Corporate Communications, Election & Political Campaign Management, Influencer Relations, Strategic Communications, and Measurement & Analytics