Kalkþörungarnir eru magnaðir!
Þeir vaxa villtir á botni Arnarfjarðar við Bíldudal. Það var sprotafyrirtækið Ískalk sem byrjaði að tína kalkþörungana af botni Arnarfjarðar og hefja rannsóknir á gagnsemi þeirra. Nokkrum árum síðar, þá var félagið keypt af írska fyrirtækinu Marigot Ltd., sem hefur lagt mikinn kostnað í rannsóknir og öflun á kalkþörunugunum. Í dag selja þeir íslensku kalkþörungana um allan heim, bæði til manneldis og til framleiðenda dýrafóðurs.
Ástæðan fyrir því að við völdum kalkþörungana í Eylíf vörurnar, er sú að þeir hafa sýnt fram á einstaka virkni fyrir líkamann skv. rannsóknum.
Þeir virka sérstaklega vel fyrir liðina, fyrir beinin, fyrir meltinguna og einnig eru þeir góðir fyrir húðina. Rannsóknir sýna að virkni þeirra er einstök, sem fyrirbyggjandi og meðhöndlandi meðferð gegn beinþynningu og við slitgigt.
Við hjá Eylif, notum kalkþörungana sem aðalinnihaldsefni í Active JOINTS og Stronger BONES, sem eru sérstaklega fyrir liðina og beinin.
Við bætum þeim einnig í tvær aðrar vörur sem stuðningssefni, það eru Stronger LIVER og Happier GUTS. Kalkþörungurinn nærir okkar náttúrulegu meltingarensým, þess vegna völdum við að bæta þeim við í vörurnar fyrir meltinguna.
Svona að lokum, þá eru kalkþörungarnir svo magnaðir að þeir innihalda 74 stein- og snefilefni frá nátturunnar hendi, þvílík gjöf frá náttúrunni.
Marigot Ltd.
Halldór Halldórsson
Iceland Ocean Cluster
Matís Iceland
#eylíf
#innovation
#sustainability
#sjálfbærni
#heilsanerdýrmætust