Vöruvaktin er komin í loftið. Voruvaktin.is er nýr vefur sem nýtast á neytendum til að þeir geti betur varast gallaðar og hættulegar vörur. Þar getur til dæmis verið um að ræða raftæki, fatnað, snyrtivörur, leikföng og öryggisbúnað barna. Að Vöruvaktinni standa níu stofnanir sem sinna eftirliti vörum sem eru seldar á markaði hérlendis og er Fjarskiptastofa ein af þeim. https://lnkd.in/ewDgwTMF
Fjarskiptastofa /ECOI
Government Administration
Reykjavík, Capital Region 185 followers
Eftirlit með fjarskiptum, netöryggi, stafrænu öryggi og fjarskiptainnviðum Electronic Communications Office Iceland
About us
Fjarskiptastofa er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og eflingu samkeppni Framtíðarsýn stjórnvalda er að Íslands verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði og framúrskarandi þjónustu. Fjarskiptastofa gegnir þar mikilvægu hlutverki við að annast stjórnsýslu og eftirlit með framkvæmd fjarskipta og netöryggismála. Fjarskiptastofa vill vera framsækinn samstarfsaðili við þróun og uppbyggingu öruggs stafræns samfélags enda hvílir virkni nútímasamfélaga á öflugum og öruggum fjarskiptakerfum og stöðugri nýsköpun á því sviði
- Website
-
https://www.fjarskiptastofa.is/
External link for Fjarskiptastofa /ECOI
- Industry
- Government Administration
- Company size
- 11-50 employees
- Headquarters
- Reykjavík, Capital Region
- Type
- Government Agency
- Founded
- 1997
- Specialties
- Telecom, Cyber Security, Markets, IT, Telecom market analysis, and Telecom infrastructure
Locations
-
Primary
Suðurlandsbraut 4
2. hæð / 2nd floor
Reykjavík, Capital Region 108, IS
Employees at Fjarskiptastofa /ECOI
Updates
-
Alþingiskosningar fara fram 30. nóvember næstkomandi. Í ljósi þess hafa Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa, CERT-IS og Persónuvernd, í samstarfi við landskjörstjórn og Ríkislögreglustjóra, sett saman leiðbeiningar til stjórnmálasamtaka eða einstaka framboða um rétt einstaklinga til réttra upplýsinga, öryggis, friðhelgi, persónuverndar og markaðssetningar. Þá geta leiðbeiningarnar einnig nýst almenningi til upplýsinga um þau lög og reglur sem gilda í aðdraganda kosninga. https://lnkd.in/e-JzEcUt
Leiðbeiningar í aðdraganda kosninga
fjarskiptastofa.is
-
Við hjá Fjarskiptastofu erum í skýjunum yfir öllu frábæru gestunum og jákvæðu viðbrögðunum sem við höfum fengið eftir netöryggisráðstefnuna, Öryggið byrjar á toppnum, sem haldin var á HIlton sl. þriðjudag. Við erum afar þakklát þessum flottu fyrirlesurum sem öll lögðu á sig mikla vinnu við undirbúning og þeirra flottu og fræðandi innlegg inn í netöryggisumræðuna hér á landi. Agusta Berg Bjarni Hallgrímur Bjarnason Helga Hlín Hákonardóttir Hrafnkell Gislason István Végh-Sigurvinsson Konstantinos Moulinos Marianthi Theocharidou Margret V. Helgadottir Theodor Ragnar Gislason Tinna Harðardóttir Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Sömuleiðis þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði innahúss hjá okkur sem og ytri aðilum en þar ber helst að nefna Athygli sem vann með okkur að þessu verkefni og frábært innlegg frá Magnús Geir Þórðarson Markmiðið var að fræða, vekja athygli og gefa gestum okkar gott veganesti út í þá vegferð sem framundan er með innleiðingu NIS2. Svo skemmtilega vildi til að 3 öflugar Birnur tóku þátt í þessu verkefni en það voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, fundarstjóra ráðstefnunnar sem miðlaði líka vel til okkar af sinni einstöku sköpunargáfu, Birna Dröfn Jónasdóttir hjá Athygli og Birna Magnadóttir samskiptastjóri Fjarskiptastofu. Við segjum bara takk allir og við hlökkum til að sjá ykkur öll að ári liðnu.
-
Theódór Ragnar Gíslason þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgjast með netöryggisumræðu hér á landi. Hann er stofnandi Defend Iceland, tæknistjóri Syndis, netöryggisráðgjafi og frumkvöðull í netöryggisprófunum svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess hefur hann fengið viðurnefnið heiðarlegi hakkarinn. Öryggisvitund er Tedda afar hugleikin og hefur hann fengist við það með einum eða öðrum hætti að fræða fólk og auka skilning á upplýsingaöryggi síðastliðin 30 ár. Á netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu þann 8. október nk. mun hann flytja fyrirlesturinn Einum veikleika frá Game over. Megináhersla ráðstefnunnar í ár er aukin ábyrgð stjórenda á netöryggi í ljósi NIS2. Við viljum því hvetja stjórnendur sérstaklega til að kynna sér dagskrána í ár. Það eru einungis örfá sæti laus og hægt að lesa nánari dagskrá og skrá sig á ráðstefnuna hér: https://lnkd.in/gErPgQmh #cybersecurity #netöryggi
-
Dagskráin er tilbúin og skráning hafin. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari dagskrá og skráning hér: https://lnkd.in/dp9W7gMV
-
Aukin vitundarvakning almennings til bóta! https://lnkd.in/ef74qmS3
Ísland í úrvalshóp í netöryggismálum: „Það er búið að lyfta grettistaki“ - RÚV.is
ruv.is
-
Samantekt og góð ráð vegna CrowdStrike atviksins 19. júlí 2024, í boði Arnar Freyr Guðmundsson, fagstjóra hjá stafrænu öryggi "En hvað getur þetta atvik kennt okkur? Einn lærdómur sem hægt er að draga af þessu atviki er að sagan endurtekur sig. Árið 2010 sendi netöryggisfyrirtækið McAfee uppfærslu á veiruvörn sína sem olli því að veiruvörnin tók vissar kerfisskrár Windows XP stýrikerfisins sem tölvuveiru og einangraði þær sem olli því að viðkomandi tölva varð óstarfhæf. McAfee atvikið árið 2010 hafði áhrif á fjölmörg fyrirtæki meðal annars hér á Íslandi. Það er viss kaldhæðni örlaganna að núverandi forstjóri CrowdStrike, George Kurtz, var þá tæknistjóri McAfee. Þá, eins og nú, þurftu tæknimenn að ganga á hverja þá útstöð sem varð fyrir áhrifum vegna uppfærslunnar og lagfæra handvirkt. Það er ekki óvarlegt að ætla að álíka atvik og McAfee atvikið fyrir fjórtán árum og CrowdStrike atvikið nú geti komið aftur upp, og best að gera ráð fyrir því! Fyrirhyggja er besta vörnin." https://lnkd.in/etDGN2A2
-
Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, vill minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Undanfarin tilvik hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. https://lnkd.in/eX3aa57i
Mikilvægi þess að tilkynna alvarleg atvik og áhættu vegna útfalls á þjónustu hjá Microsoft v. CrowdStrike
fjarskiptastofa.is
-
Fróðleg og áhugaverð umfjöllun frá sviðsstjóra Stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. “Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum.” #stafræntöryggi #netöryggi https://lnkd.in/eyEFjykb
Varnir gegn gagnagíslatökum - Vísir
visir.is