Nám í hamfarafræði, rannsóknamiðstöð sjálfsvíga og hátæknilandbúnaður eru meðal þeirra 19 verkefna sem hlutu stuðning úr þriðju úthlutun Samstarfs háskóla. Samanlagt hljóta verkefnin um 893 milljónir króna til að stuðla að auknu samstarfi milli háskóla á Íslandi með það að markmiði að auka gæði háskólanáms og bæta samkeppnishæfni háskólanna. Nú sem fyrr er Samstarf háskóla þegar fjármagnað af safnlið háskólastigsins fyrir 2024, en nýting safnliðsins með þessum hætti síðustu ár hefur stóraukið gagnsæi og yfirsýn yfir fjárveitingum til háskóla á Íslandi.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Government Administration
Ministry of Higher Education, Science and Innovation
About us
Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að rjúfa múra á milli háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar. Framtíðarsýn ráðuneytisins er að íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar.
- Website
-
http://hvin.is
External link for Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Industry
- Government Administration
- Company size
- 11-50 employees
- Headquarters
- Reykjavik
- Type
- Government Agency
- Specialties
- Innovation, Science, Higher Education, Cybersecurity, and Telecommunications
Locations
-
Primary
Reykjavik, IS
Employees at Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Updates
-
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt nýtt mælaborð á vef ráðuneytisins. Í mælaborðinu má sjá myndræna og lifandi framsetningu á stöðu margvíslegra mælikvarða sem stuðst er við í fjármálaáætlun til að leggja mat á árangur ráðuneytisins. https://lnkd.in/eaD9p86V
-
Miðvikudaginn 27. nóvember stendur Hagstofa Íslands, í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, fyrir ráðstefnunni GAGNVIST 2024 sem varpar ljósi á þróun íslenska gagnavistkerfisins. GAGNVIST fer fram í Grósku og hefst dagskrá kl. 9:30 með opnunarerindi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Frítt er á viðburðinn og eru öll áhugasöm hvött til að skrá sig.
GAGNVIST 2024: Gagnastefna Íslands og þróun íslenska gagnavistkerfisins
stjornarradid.is
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti í dag fyrstu aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda um gervigreind til ársins 2026. Þar eru tíundaðar þær aðgerðir sem stuðla munu að því að Ísland, í krafti smæðar sinnar, verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar og skapar tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. #AI #gervigreind
Fyrsta aðgerðaáætlun Íslands um gervigreind kynnt
stjornarradid.is
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnir nýja aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind fimmtudaginn 7. nóvember kl. 11:00. Viðburðurinn fer fram í húsakynnum ráðuneytisins við Reykjastræti 6. Með aðgerðaráætluninni er grunnur lagður að því að Ísland verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Aðgerðirnar sem þar eru kynntar marka stórt skref í átt að því markmiði. Samhliða kynningu á aðgerðaráætluninni mun ráðherra fara yfir niðurstöður greiningar á efnahagslegum tækifærum Íslands á þessu sviði. Farið verður yfir áætluð áhrif gervigreindar á landsframleiðslu, íslenskan vinnumarkað og hvaða stefnu íslensk stjórnvöld ættu að marka til að hagnýta tækifæri tækninnar sem best. Skráning á kynninguna fer fram hér: https://lnkd.in/eH6wT2u7
-
-
Nýsköpunarfyrirtækið Carbfix er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands 2024. Verðlaunin voru veitt á Nýsköpunarþingi sem fram fór í gær.
Carbfix hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2024
stjornarradid.is
-
Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við vísindi og nýsköpun hefur verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um opinbera samkeppnissjóði á sviði vísinda og nýsköpunar sem heyra undir ráðuneytið, ásamt því að hlutverk Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) í stuðningsumhverfi þekkingarsamfélagsins verði skilgreint. https://lnkd.in/dc-YgCKR
-
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fært til bókar verklag sitt með útgáfu á ritinu Stiklur – Nýsköpun í stjórnsýslu. Til stóð að nýta ritið sem handbók starfsfólks en í ljósi mikils áhuga á verklaginu og fjölda fyrirspurna frá stofnunum, sveitarfélögum, öðrum ráðuneytum og einkaaðilum hefur verið ákveðið að birta ritið og gera það aðgengilegt öllum áhugasömum. https://lnkd.in/eYkCKuCp
-
-
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, setti Fléttuna á laggir árið 2022. Fléttan styður innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og eru styrkirnir veittir til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. Alls hafa 32 fjölbreytt verkefni fengið Fléttustyrk til að innleiða nýsköpun sína á hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum víðs vegar um landið. Hér kynnumst við Prescriby sem fékk styrk úr Fléttunni árið 2022 til að innleiða tæknilausn sem stuðlar að auknu öryggi við notkun ávanabindandi lyfja í læknismeðferðum. Nánar um Fléttuna: https://lnkd.in/efZ-BpQg
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst mæla fyrir ellefu málum á yfirstandandi þingi. Þar af eru átta lagafrumvörp sem fela meðal annars í sér heildarskoðun á Menntasjóði námsmanna, heimild opinberra háskóla til að innheimta skólagjöld af nemendum utan EES-svæðisins og fækkun samkeppnissjóða ráðuneytisins úr átta í þrjá. Þar að auki stendur til að efla viðbrögð við netöryggisógnum, auka aðgang að gögnum hins opinbera og kynna aðgerðaráætlun í gervigreind.
Fleiri kerfisbreytingar í farvatninu
stjornarradid.is