About us

Landslog – Law Offices has a strong presence in Iceland and comes highly recommended in most fields of law. After its merger in 2010 with the firm LM Attorneys, the firm has become among Iceland's largest, with twelve partners and six associates. The firm has long placed emphasis on providing its clientele with integrated “one-stop” legal services, and the recent merger has allowed the firm to realize this goal. The firm’s lawyers have come to be well recognized in the Icelandic market for their fine-tuned expertise and personal services. Landslog’s ambition is not to become the country’s largest law firm, but rather to provide cutting edge legal services in a boutique fashion while working personally and closely with the clients. The firm offers outstanding legal work along with the necessary flexibility and responsiveness to react to any kind of request in the field of law.

Website
http://en.landslog.is/
Industry
Legal Services
Company size
11-50 employees
Headquarters
Reykjavik
Type
Partnership
Founded
1971
Specialties
Corporate Law, Banking and Finance Law, Bankruptcy, Reconstruction, Receivership, Construction Law, Public Procurement Law, Information Technology Law, EEA and Competition Law, Insurance Law and Tort Law, and Dispute Resolution services

Locations

Employees at Landslog

Updates

  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Stefnumarkandi dómur um brot á höfundarrétti Með dómi Landsréttar 10. október sl. var fallist á kröfu arkitektastofu (P) og eiganda hennar um skaða- og miskabætur úr hendi annarrar arkitektastofu (U) vegna brota þeirrar síðarnefndu á höfundarrétti þeirra fyrrnefndu. Höfundalagabrotin fólust í þeirri háttsemi U að birta í heimildarleysi á vefsíðu sinni og Facebook-síðu ljósmyndir af hlutum byggingalistaverka sem hönnuð höfðu verið í starfsemi P. U byggði m.a. á því að notkun myndanna hefði verið heimil með vísan til 16. gr. höfundalaga sem mælir fyrir um undantekningu frá einkarétti höfundar í tengslum við birtingu listaverka á almannafæri. Landsréttur vísaði til þess að skýra yrði undantekningarheimild 16. gr. höfundalaga þannig að henni yrði aðeins beitt í tilteknum sértilvikum, sem stríddu ekki gegn eðlilegri hagnýtingu verks og skertu ekki með ósanngjörnum hætti lögmæta hagsmuni rétthafa. Þar sem notkun U hefði verið í ósamræmi við hagsmuni P félli hún utan þeirrar heimildar sem mælt væri fyrir um í 16. gr. höfundalaga. Er þetta svo vitað sé í fyrsta skipti sem reynt hefur á undantekningarheimild 16. gr. höfundalaga fyrir íslenskum dómstólum. Við ákvörðun bóta féllst Landsréttur á með P að líta skyldi til ákveðinna liða í gjaldskrá Myndstefs sem viðmið um hæfilegt endurgjald að viðbættu álagi. Voru bætur til P ákvarðaðar þannig að þær næmu svo gott sem tvöföldu endurgjaldi miðað við gjaldskrá Myndstefs. Er þetta svo vitað sé í fyrsta skipti sem íslenskir dómstólar fallast á að bæta álagi við hæfilegt endurgjald við ákvörðun skaðabóta vegna höfundalagabrota. Jón Gunnar Ásbjörnsson, sérfræðingur Landslaga í hugverkarétti, rak málið fyrir hönd arkitektastofunnar P og eiganda hennar.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Grein um ráðstöfun sakarefnis Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur ritað grein í Tímarit lögfræðinga um ráðstöfun sakarefnis samkvæmt 45. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Inntak 45. gr. laganna er nokkuð algengt þrætuepli fyrir dómstólum en hefur þrátt fyrir það ekki orðið viðfangsefni í skrifum íslenskra fræðimanna svo nokkru nemi, ef frá er talin stutt umfjöllun í grundvallarriti Markúsar Sigurbjörnssonar og Kristínar Benediktsdóttur um einkamálaréttarfar. Með greininni er ætlunin að bæta úr því og gera 45. gr. eml. skil með áherslu á skilyrði og réttaráhrif ákvæðisins, með hliðsjón af þeim réttarheimildum sem fyrir liggja um efnið. Tímarit lögfræðinga má nálgast hér: https://lnkd.in/en3Kmtj9

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Málstofa um gervigreind og persónuvernd Þriðjudaginn 29. október 2024 stendur Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Staðláráð, fyrir málstofu á sviði persónuverndarréttar um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga og upplýsingaöryggi. Fjölmargir sérfræðingar taka þátt í málstofunni, þar á meðal er Hörður Helgi Helgason lögmaður á Landslögum og sérfræðingur í persónurétti. Í erindi Harðar Helga verður fjallað um gervigreindarreglugerð ESB og þær áskoranir sem þróun, innleiðing og notkun gervigreindar skapar gagnvart persónuverndarlöggjöfinni. Unnt er að skrá sig á málstofuna hér:

    Vinnustofa um gervigreind

    Vinnustofa um gervigreind

    stadlar.is

  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og Sara Bryndís Þórsdóttir lögfræðingur rituðu grein í Viðskiptablaðið þann 1. maí sl. þar sem fjallað er um fyrirvara og sölukeðjur í fasteignakaupum. Í greininni er m.a. farið yfir hvaða þýðingu algengir fyrirvarar í kauptilboðum hafa og bent á að kaupendur og seljendur fasteigna þurfi að gæta sín í þessum efnum. Aðilar að fasteignakaupum ættu ekki að gera fyrirvara í kauptilboði nema þörf krefji enda geta afleiðingar þess að fyrirvari gangi ekki eftir, eða ef láist að tilkynna um að fyrirvari hafi gengið eftir, orðið þær að áform raskist og keðjuverkun eigi sér stað. Greinina má nálgast hér að neðan. Umfjöllunin er sú fyrsta í röð nokkurra greina sem koma til með að birtast í Viðskiptablaðinu á næstu vikum/mánuðum og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um mikilvæg atriði og álitamál tengd kaupum og sölum á fasteignum.

    Fyrirvarar og sölukeðjur í fasteignakaupum

    Fyrirvarar og sölukeðjur í fasteignakaupum

    vb.is

  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur verið skipaður aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Tillaga þess efnis var samþykkt á deildarfundi lagadeildar í síðustu viku og mun hann sinna starfinu samhliða starfi sínu sem lögmaður á Landslögum. Gunnar Atli hefur undanfarin ár sinnt kennslu við deildina í áföngunum Kröfuréttur I, Kröfuréttur II, Fasteignir og fasteignaréttindi, Fullnustugerðir og Neytendaréttur. Þá hefur hann verið leiðbeinandi nemenda við ritun BA-ritgerða á sviði samningaréttar og við ritun meistararitgerða. Landslög óska Gunnari Atla innilega til hamingju með áfangann.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Sigurgeir Valsson hefur bæst í hóp eigenda Landslaga. Sigurgeir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hann starfaði hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings frá útskrift og til ársins 2017 en hóf störf hjá Landslögum árið 2018. Hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2013. Sigurgeir sérhæfir sig í verkefnum á sviði eignarréttar, fasteignakauparéttar, félagaréttar og gjaldþrotaréttar. Landslög óska Sigurgeiri innilega til hamingju með áfangann.

    Sigurgeir í eigendahóp Landslaga

    Sigurgeir í eigendahóp Landslaga

    https://www.landslog.is

  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Landsréttur kvað í dag upp dóm þar sem fjallað var um réttinn til aflaheimilda við sölu skips. Málavextir voru þeir að á árinu 2019 var gerður kaupsamningur um fiskiskip. Eftir gerð samningsins kom í ljós að skipinu hafði verið úthlutað veiðiheimildum í makríl. Deildu aðilar um hvort veiðiheimildirnar tilheyrðu kaupanda eða seljanda skipsins. Með dómi Landsréttar var staðfest að verðmæti veiðiheimildanna var verulegt í samanburði við kaupverð skipsins. Þá þótti sannað að hvorki kaupandi né seljandi hefðu gert ráð fyrir að skipinu fylgdu veiðiheimildir við söluna. Var því á grundvelli dómafordæma fallist á að aflaheimildirnar tilheyrðu seljanda skipsins. Var seljandinn sýknaður að svo stöddu af kröfu kaupandans um útgáfu afsals fyrir skipinu, enda hafði seljandinn hvorki veitt atbeina sinn að því að færa aflaheimildirnar af skipinu né boðið fram greiðslu dráttarvaxta af kaupverðinu. Fyrir hönd seljandans flutti málið Magnús Ingvar Magnússon lögmaður, sem sitt þriðja prófmál til öflunar málflutningsréttinda fyrir Landsrétti.

    Dómur um rétt til aflaheimilda við sölu skipa

    Dómur um rétt til aflaheimilda við sölu skipa

    https://www.landslog.is

  • Landslog reposted this

    View profile for Vidar Ludviksson, graphic

    Partner at Landslog - Law Offices // Supreme Court Attorney // LL.M. (Stanford Law School)

    Landslog - Law Offices are extremely proud to be recognized by Chambers as one of the leading law firms in Iceland in Dispute Resolution as well as in Corporate and Commercial matters. We'll do our best to keep up the good work.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Landslög skora hátt hjá Chambers & Partners Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2024. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á tveimur sérfræðisviðum, annars vegar innan félagaréttar og viðskiptalífs (Corporate/Commercial) og hins vegar við úrlausn ágreiningsmála (Dispute Resolution). Á báðum sviðum fá Landslög lofsamlega dóma og er þess sérstaklega getið að við úrlausn ágreiningsmála sé þjónustan framúrskarandi (Band 1). Á því sviði fær Jóhannes Karl Sveinsson hæstu einkunn Chambers & Partners sem gefin er. Aðrir lögmenn stofunnar sem metnir eru sérstaklega eru Viðar Lúðvíksson, Jóhannes Bjarni Björnsson og Grímur Sigurðsson. Landslög eru stolt af niðurstöðunni og þeirri umfjöllun sem birt er um lögmenn stofunnar á heimasíðu matsfyrirtækisins. Viðurkenning sem þessi felur í sér hvatningu fyrir alla starfsmenn stofunnar til að gera enn betur á komandi árum. Umfjöllun um þjónustu Landslaga og lögmenn stofunnar má sjá hér: https://lnkd.in/eiHz37_e

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Landslog, graphic

    529 followers

    Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem rekið var um lögmæti úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tæming Árbæjarlóns hefði verið ólögmæt. Fyrir dómi krafðist Orkuveita Reykjavíkur þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Orkuveitu Reykjavíkur og ógilti úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Í forsendum dómsins kemur fram að einstaklingurinn sem leitaði til úrskurðarnefndarinnar hefði ekki haft lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins. Þar af leiðandi hafi hann skort kæruaðild fyrir úrskurðarnefndinni og úrskurðurinn ógiltur af þeim sökum. Magnús Ingvar Magnússon lögmaður á Landslögum flutti málið fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur.

    Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur

    Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur

    https://www.landslog.is

Similar pages