Ljósið

Ljósið

Hospitals and Health Care

Reykjavík, Capital Region 69 followers

Endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

About us

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. 1 af hverjum þremur Íslendingum fær krabbamein á lífsleiðinni en um 1600 Íslendingar greinast með krabbamein á ári hverju. Ljósið leikur lykilhlutverk í endurhæfingu meirihluta þessara einstaklinga.

Website
http://ljosid.is
Industry
Hospitals and Health Care
Company size
11-50 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region
Type
Nonprofit
Founded
2006
Specialties
Cancer Rehabilitation and support, Healthcare Provider, Education, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda, Stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Stuðningsmiðstöð fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra, and Fjarheilbrigðisþjónusta

Locations

Employees at Ljósið

Updates

  • Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með þjónustuþegum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins

    • No alternative text description for this image
  • Við lýsum upp dimmustu daga ársins með björtum sögum úr starfi Ljóssins - Árlega Ljósablaðið okkar er komið út fullt af frásögnum, viðtölum og fróðleik í margvíslegu formi eins og alltaf 🗞 Í ár fáum við magnaðar sögur þjónustuþega sem deila sinni upplifun af því að greinast með krabbamein og endurhæfingunni sem þau hafa þegið í Ljósinu. Við veitum innsýn í jafningjastarf Ljóssins með áherslu á svokallaðan "Strákamat" og tölum við þjónustuþega af erlendu bergi brotnu um hennar upplifun af endurhæfingarferlinu. Að vanda setja fagaðilar Ljóssins mark sitt á blaðið en við segjum meðal annars frá ráðstefnu sem iðjuþjálfar sóttu í Kraká, fjöllum um WHODAS mælitækið, og mikilvægi hreyfingar og lífstíls í krabbameinsferlinu. Við þökkum kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við vinnslu blaðsins Við vonum að þið njótið Ljósablaðsins í ár - Hlekkur á blaðið fylgir að sjálfsögðu 🔗 https://lnkd.in/g58z6HK7

    Ljósablaðið 2024

    Ljósablaðið 2024

    ljosabladid.ljosid.is

  • View organization page for Ljósið, graphic

    69 followers

    Jólakonfektsala Ljóssins er nú á lokasprettinum! 🎄 Síðasti dagur til að tryggja kassa af úrvalskonfekti frá Freyju í fallegum Ljósabúningi er mánudagurinn 2. desember. Freyja endurvakti í fyrra konfektmola sem voru fyrst framleiddir árið 1918. Molarnir einkennast því af nýsköpun, einstöku handbragði og aldagamalli hefð.  ATHUGIÐ: Lágmarkspöntun er 10 öskjur, sendingarkostnaður er innifalinn. 👉 https://lnkd.in/e-RZsDRB

    • No alternative text description for this image
  • Við erum sannarlega þakklát fyrir þetta dýrmæta verkefni og velvilja Nettó í garð Ljóssins. Samtals nemur styrkurinn 7 milljónum króna og mun skipta sköpum fyrir áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu okkar við krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra. 🙏 Við sendum okkar hjartans þakkir til Nettó fyrir ómetanlegan stuðning og ekki síður til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum með því að versla. Þetta sýnir enn og aftur að saman getum við gert ótrúlega hluti! ✨ Samkaup hf.

    Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

    Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

    mbl.is

  • Öll tilheyrum við einhverskonar hópum sem eru okkur mikilvægir þegar á reynir. Hvort sem það er vinahópur, saumaklúbbur, gönguhópur nú eða vinnufélagahópurinn, þá eiga hlutverk okkar innan þeirra það til að breytast þegar einhver í hópnum greinist með krabbamein. Í síðustu viku hrintum við í Ljósinu af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Við skorum á einstaklinga og vinahópa að bætast í raðir stuðningsaðila Ljóssins og tryggja þeim sem greinast með krabbamein, endurhæfingu og þjónustu án kostnaðar og biðlista. Nú biðlum við til ykkar allra að hjálpa okkur að finna fleiri Ljósavini. Skráðu þig sem Ljósavinur á www.ljosid.is/ljosavinur – Saman styðjum við okkar besta fólk þegar á reynir.

  • Flottir fyrirtækjahópar eru nú að skrá sig til leiks fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 💚 „Starfsfólk dk hugbúnaðar ásamt fjölskyldu og vinum ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Stuðningur ykkar skiptir okkur máli :)“ https://lnkd.in/gHf_vU3R Takk fyrir stuðninginn dk hugbúnaður ✨

    Hlaupahópur dk

    Hlaupahópur dk

    rmi.is

  • Kæru vinir, Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en hlaupið er einn stærsti fjáröflunarviðburður Ljóssins. Í gegnum árin hefur upphæðin sem safnast hefur haft bein áhrif á endurhæfingarstarfið og til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan námskeiðskostnað fyrir þjónustuþega, bjóða upp á ókeypis kaffi fyrir alla gesta nú og hreinlega kaupa nýtt hús sem hýsir glæsilegan æfingasal þar sem fram fer líkamlega endurhæfing alla virka daga. Við erum stolt af því að hver einasta króna sem við söfnum rennur óskipt í endurhæfingarstarfið og þetta vita þau hjá KPMG en í ár ætla þau að hlaupa saman og safna áheitum fyrir Ljósið. „Ljósið er málefni sem stendur okkur félaginu nærri en bæði hefur starfsfólk KPMG sem og aðstandendur þurft að nýta þá góðu þjónustu sem Ljósið býður upp á. Við viljum hlaupa til góðs og þannig lýsa upp veginn fyrir þau sem eru eða hafa þurft að stíga þung skref í baráttunni við krabbamein.“ - KPMG Við sendum okkar allra bestu þakkir til KPMG Ísland og hvetjum um leið alla hlaupahópa innan fyrirtækja til að hlaupa saman og safna áheitum til góðs þann 24. ágúst. https://lnkd.in/gs2t6ZBb Íslandsbanki

    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    rmi.is

  • View organization page for Ljósið, graphic

    69 followers

    Duddu ruddu duuuuu 📯 Lúðraþytur ómar um húsakynni Ljóssins! Við erum stolt að Ljósið hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, í ár fyrir vitundarvakninguna Klukk, þú ert’ann. Við erum þakklát og montin af öllu góða fólkinu sem tók þátt á einn eða annan hátt í þessu verkefnið. Hér&Nú | Skot - productions ehf. | Ásdís Ragna Valdimarsdóttir | Högni Valur Högnason | Solveig Kolbrun Palsdottir | Heida Eiriksdottir

    Ljósið með tvær tilnefningar til Lúðursins 2024 – Ljósið

    Ljósið með tvær tilnefningar til Lúðursins 2024 – Ljósið

    https://ljosid.is

Similar pages