Við erum afar stolt af því að hafa hlotið Sjálfbærniásinn á vegum Stjórnvísi, en verðlaunin voru veitt íslenskum fyrirtækjum í fyrsta sinn í byrjun september 🥳 Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Árið 2020 hóf Nova sína vegferð í átt að andlegri velferð og vellíðan og gerði það undir nafninu Geðrækt. Geðræktarvegferð Nova er margþætt langtímaverkefni sem stuðlar að því að efla og rækta almenna líðan og geðheilsu þeirra sem verða fyrir mestu áhrifum ofnotkunar á snjallsímum og netinu. Farsíminn og internetið eru nauðsynleg tæki en óhófleg notkun á sér dimmari hliðar, eins og með margt annað. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Takk fyrir okkur! 🪩
Hvað gera viðurkenningar í alvörunni fyrir okkur? Við hjá Nova hlutum í haust Sjálfbærniásinn á vegum Stjórnvísi, en verðlaunin eru veitt þeim íslensku fyrirtækjum sem þykja skara fram úr þegar kemur að árangri tengt sjálfbærni, umhverfislegri jafnt sem samfélagslegri. Okkar fótspor tekur fyrst og fremst á sig mynd í ofnotkun á snjallsímunum okkar og samfélagsmiðlum, eitthvað sem við könnumst öll við - en þar höfum við markvisst síðustu 4 ár verið að auka vitund og fræðslu á vandamálinu í gegnum Geðræktarvegferðina okkar. Er þetta bara einn af þessum týpísku LinkedIn póstum um viðurkenningar og klapp á bakið? Já, en líka nei. Það er nefnilega snilldin á bakvið viðurkenningar og það sem þær gera fyrir fyrirtæki og teymi sem hljóta þær sem mig langaði til að taka utan um. Eins og ég sé það, þá er jú alltaf mikil gleði og fögnuður fólgin í því að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf og afrek - en það frábæra sem að viðurkenningar gera er að þær skapa ákveðinn grunn og hefð fyrir frammistöðu og árangri sem teymi keppast síðan við að viðhalda eða gera betur hvort sín á milli og byggja þar af leiðandi upp betri frammistöðu þvert á sviðið sem að viðurkenningunni er ætlað að taka utan um. Sjálfbærniásinn er frábært dæmi um þetta, þar sem hér er búið að skapa frábæran keppnisgrundvöll sem gerir okkur kleyft að stefna að því að gera betur á hverju ári þegar kemur að fótsporinu okkar - áskorun sem við munum svo sannarlega taka fagnandi! Við elskum nefnilega að keppa og skora á okkur sjálf.