UN Women Ísland

UN Women Ísland

Non-profit Organizations

Reykjavík, Capital Region 1,652 followers

Ein af tólf landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna.

About us

UN Women á Íslandi er ein af tólf landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. UN Women er að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum. Að sama skapi vinnur UN Women að því að tryggja réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðildarríki SÞ taki mið af Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) og fylgi framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans hvað varðar réttindi kvenna og stúlkna. Höfuðstöðvar UN Women eru í New York en starfsfólk, sjálfboðaliðar og velunnarar starfa í 88 löndum. Verkefni UN Women eru unnin í samræmi við svæðisbundinn veruleika í Afríku, Asíu og Kyrrahafinu, Suður Ameríku og Karíbaeyjum, Mið- og Austur Evrópu og fyrrverandi Sovétlýðveldum. Við hjá UN Women á Íslandi vinnum að því að vekja athygli almennings á þörfum kvenna í fátækari löndum og starfi UN Women, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því.

Website
http://www.unwomen.is
Industry
Non-profit Organizations
Company size
11-50 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region
Type
Nonprofit
Founded
1989
Specialties
Ending violence against women and girls, National planning and budgeting, Policy Advocacy and Partnership, Gender Equality, Political participation, Humanitarian Action, Sustainable peace, Economic Empowerment, Leadership and participation, and Peace and security

Locations

Employees at UN Women Ísland

Updates

  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    „Af hverju fara konur ekki bara?“ Hversu oft hef ég heyrt þessa spurningu og í hvert einasta skipti langar mig að garga eins hátt og ég get: „Af því þær geta það ekki!“ Gerandi minn braut mig í milljónir öreinda, hann tók frá mér allt sjálfstæði og gerði mig hola að innan.“ Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir las upp sláandi frásögn þolanda ofbeldis í nánu sambandi, í upphafi Ljósagöngu UN Women á Íslandi sem fór fram í gær. Frásögnina fengum við hjá Öfgum, sem hafa lengi stutt við þolendur kynferðisofbeldis. Viðburðurinn var vel sóttur, en um 120 einstaklingar mættu og sýndu með þeim hætti samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi 🧡 💜

    „Af hverju fara konur ekki bara?“ - vel sótt Ljósaganga - UN Women Ísland

    „Af hverju fara konur ekki bara?“ - vel sótt Ljósaganga - UN Women Ísland

    https://unwomen.is

  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    „Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti.“ Stella Samuelsdottir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, skrifar hér í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar jafnframt upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi, en því lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er „Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women.“ Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Við hvetjum öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi, á Arnarhóli í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki.

    Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af ein­hverjum sem hún þekkir - Vísir

    Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af ein­hverjum sem hún þekkir - Vísir

    visir.is

  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    „Ég myndi telja að það sem við þurfum að gera er auðvitað að ráðast að rót vandans sem eru þessi úreltu viðhorf gagnvart konum. Við verðum að gera betur þar, annars breytist ekkert. Við getum alltaf komið með eftirá stuðning sem er mikilvægur, og fjármagn, sem skiptir máli en við verðum að ráðast að rót vandans.“ Stella Samuelsdottir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, ræddi kvennamorð og bakslagið í jafnréttismálum við Birtu Björnsdóttur í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Hlekk á frétt má finna í athugasemdum 👇

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    Ert þú snemma í’ðí-týpan? 🎄 FO-húfan 2024 er ekki aðeins hlý, hún styður einnig við þolendur ofbeldis í Súdan. Hún er því tilvalin jólagjöf fyrir þau sem elska mjúka pakka og mannréttindi 🥰 Skoðaðu úrvalið á vefversluninni okkar og kláraðu jólainnkaupin hjá UN Women á Íslandi 🎁 👉 gjafaverslun.unwomen.is

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
      +3
  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    „Áhrif stríðs og átaka á líf kvenna og stúlkna fara versnandi. Hlutfall kvenna sem látast í stríðsátökum tvöfaldaðist á milli áranna 2022 og 2023. Fjórir af hverjum tíu sem láta lífið í átökum eru konur. Þá sýna gögn frá Sameinuðu þjóðunum að kynbundið ofbeldi á stríðstímum hefur aukist um 50 prósent.“

    Áhrif stríðs á líf kvenna og stúlkna fara versnandi - UN Women Ísland

    Áhrif stríðs á líf kvenna og stúlkna fara versnandi - UN Women Ísland

    https://unwomen.is

  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    ,,Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega kvennafrídegi. „Við erum að undirbúa frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu,” segir Sonja Ýr. Kvennaárið 2025 verður stútfullt af uppákomum sem ætlað er að styðja við kröfugerðina og jafnréttisbaráttu í víðari skilningi. Frekari dagskrá og fyrirkomulag Kvennaárs 2025 verður kynnt á nýju ári.” Það var frábær mæting í Bíó Paradís á kvennafrídaginn, síðastliðinn fimmtudag, þar sem 34 samtök, þar á meðal UN Women á Íslandi, afhentu stjórnvöldum kröfugerð sem þeim er gert uppfylla áður en fimmtíu ár verða liðin frá fyrsta kvennafrídeginum á Íslandi, 24. október 1975.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    „Við flúðum til Egyptalands þremur vikum eftir að stríðið braust út. Líf mitt hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum síðan þá. Ég sakna minnstu smáatriða frá heimili mínu og þeirra þæginda sem einkenndu líf mitt fyrir stríð. Ég sakna hversdagsins og þess að vera í háskólaumhverfinu, þar sem ég upplifði tilgang og fann hvernig sjálfsöryggi mitt óx. Í stuttu máli sakna ég öryggisins og andlegs stöðugleika.” Svona lýsir tvítug stúlka frá Al Jazirah í Súdan reynslu sinni af stríðinu, sem braust út í landinu þann 15. apríl 2023. Hún dvelur nú í Egyptalandi þar sem hún hefur stöðu flóttamanneskju. Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst umtalsvert með tilkomu stríðsins. Þau miðast nú að mestu leyti að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð, en neyðin í Súdan er gríðarleg. Meðal verkefna UN Women í Súdan er rekstur miðstöðva fyrir konur og stúlkur. Þar geta þær sótt nauðsynlega þjónustu og fengið sálrænan stuðning. Þá styður UN Women í Súdan við kvenrekin félagasamtök sem styðja meðal annars við þolendur ofbeldis. Með kaupum á FO-húfunni 2024 styður þú við konur og stúlkur í Súdan en allur ágóði rennur óskertur til verkefna UN Women í landinu. FO-húfan, ásamt öðrum vörum sem styðja við konur og stúlkur, fæst á 👉 gjafaverslun.unwomen.is 

    2,5 milljónir stúlkna geta ekki sótt nám vegna stríðsins - UN Women Ísland

    2,5 milljónir stúlkna geta ekki sótt nám vegna stríðsins - UN Women Ísland

    https://unwomen.is

  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    Frábær og lærdómsrík vika er að baki þar sem við funduðum með hinum 12 landsnefndum UN Women á árlegum fundi landsnefndanna. Samstaða, kraftur og baráttuandi var allsráðandi og við komum til baka fullar af krafti og nýjum hugmyndum 💪

    View profile for Kirsi Madi, graphic

    UN Assistant Secretary-General and UN Women Deputy Executive Director

    I had the pleasure of joining this year’s Annual Meeting of the National Committees for UN Women last week in Helsinki, hosted by Miltton.   The dedication and unwavering commitment of National Committees to advancing gender equality and women’s empowerment is truly inspiring. At UN Women, we are grateful for their partnership and tireless work in mobilizing resources and raising visibility of gender equality worldwide.   Around the world, 13 National Committees for UN Women are actively championing this mission in Australia, Austria, Finland, France, Germany, Iceland, Italy, Japan, the Netherlands, New Zealand, Spain, Sweden, and the UK: https://lnkd.in/dYiMPZXv

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for UN Women Ísland, graphic

    1,652 followers

    ,,Sem stjórnarkona UN Women á Íslandi hef ég séð hvað samstaða getur gert. FO herferðin snýst ekki bara um að safna peningum heldur snýst hún líka um samstöðu með konum í Súdan, að uppræta ofbeldi og breyta til hins betra. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í herferðinni með okkur. “ Aslaug Eva Bjornsdottir, stjórnarkona UN Women á Íslandi, skrifar hér um stöðu kvenna og stúlkna í Súdan Þú getur stutt við konur og stúlkur í Súdan með kaupum á FO húfunni 👉 gjafaverslun.unwomen.is

    FO: Hvernig getur þú skipt sköpum fyrir konur í Súdan? - Vísir

    FO: Hvernig getur þú skipt sköpum fyrir konur í Súdan? - Vísir

    visir.is

Similar pages