Fara í innihald

Acadia-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Fjöruklettalandslag.
Skóglendi.

Acadia-þjóðgarðurinn (enska: Acadia National Park) er þjóðgarður í bandaríska fylkinu Maine. Hann þekur mestalla eyjuna Mount Desert Island og nálægar eyjar; um 192 ferkílómetra.

Svæði þjóðgarðsins var verndað árið 1916; þá svokallað national monument. Árið 1919 varð það þjóðgarður sem Lafayette national park og árið 1929 hlaut hann núverandi nafn, Acadia eftir frönsku nýlenduheiti svæðisins. Auðmaðurinn John D. Rockefeller fjármagnaði malarvegi og brýr í þjóðgarðinum.

Spendýr eins og elgur, hjartardýr, svartbjörn, þvottabjörn, sléttuúlfur, minkur, íkorni og bjór lifa þar. Gullörn, skallaörn og förufálki eru ránfuglar á svæðinu. Skógur með ösp, birki, elri, fura og greni eru í þjóðgarðinum. Miklir skógareldar urðu árið 1947.

Fyrirmynd greinarinnar var „Acadia National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. des. 2016.

  翻译: