Fara í innihald

Fjölþáttahernaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir eru hugtök í hernaðar- og öryggismálum sem vísa til blöndu af hefðbundnum og óhefðbundnum hernaði við pólitískan hernað, stafrænan hernað[1] [2] og aðrar aðgerðir eins og dreifingu falsfrétta,[3] erindrekstur og afskipti af kosningum erlendra ríkja.[4][5] Með því að beita slíkum niðurrifsaðgerðum samhliða virkum hernaði vonast árásarríkið jafnan til þess að komast hjá því að gripið sé til viðbragðs- eða refsiaðgerða.[6] Hugtakið hefur verið gagnrýnt af ýmsum fræðimönnum og leikmönnum vegna ásakana um að það sé óljóst og feli í sér sögulega brenglun.[7][8][9]

Hugtakið fjölþáttaógnir er skilgreint á eftirfarandi máta af utanríkisráðuneyti Íslands:

Hugtakið fjölþáttaógnir vísar til samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika lýðræðisríkja og/eða stofnana þeirra. Til þeirra teljast t.d. netárásir, efnahagsþvinganir og fjárfestingar í lykilinnviðum- og tæknifyrirtækjum, falsfréttir og íhlutun í lýðræðislega ferla og stofnanir. Tilgangurinn er að hafa áhrif á ákvarðanatöku yfirvalda með aðgerðum sem grafa undan eða skaða viðkomandi ríki og/eða stofnanir þess.[10]

Aðferðir fjölþáttahernaðar eru ekki nýjar af nálinni en margar þeirra hafa öðlast aukið vægi eftir tilkomu internetsins.[11]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Nyagudi Nyagudi (31. mars 2022). „Election Shenanigans Kenya Hybrid Warfare“. Figshare. Sótt 31. mars 2022.
  2. „Menacing Malware Shows the Dangers of Industrial System Sabotage“. Wired.
  3. „It's the (Democracy-Poisoning) Golden Age of Free Speech“. Wired.
  4. Standish, Reid (18. janúar 2018). „Inside a European Center to Combat Russia's Hybrid Warfare“. Foreign Policy (enska). Sótt 31. janúar 2018. „[...] hybrid warfare: the blending of diplomacy, politics, media, cyberspace, and military force to destabilize and undermine an opponent's government.“
  5. „Defense lacks doctrine to guide it through cyberwarfare“. nexgov.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2012. Sótt 17. september 2010.
  6. „Deterring hybrid warfare: a chance for NATO and the EU to work together?“. NATO Review.
  7. Russia v the West: Is this a new Cold War? BBC, 1 April 2018.
  8. Berzins, J. (2019). "Not ‘Hybrid’ but New Generation Warfare". in Howard, G. and Czekaj, M. (Eds.) Russia's Military Strategy and Doctrine. Washington, DC: The Jamestown Foundation.
  9. Stoker, Donald; Whiteside, Craig (Winter 2020). „Blurred Lines: Gray-Zone Conflflict and Hybrid War—Two Failures of American Strategic Thinking“. Naval War College Review. 73 (1): 1–37.
  10. „Fjölþáttaógnir“. Utanríkisráðuneyti Íslands. Sótt 31. mars 2023.
  11. Bjarni Bragi Kjartansson (1. nóvember 2020). „Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir“. Kjarninn. Sótt 31. mars 2023.
  翻译: