Fara í innihald

Frjálst efni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frjálst efni eða frjálst innihald (enska: free content), mögulega betur þýtt sem frjálst hugverk, er hugtak sem notað er um hvers kyns texta, myndir eða önnur hugverk eða gögn sem ekki er háð venjulegum lagalegum takmörkunum höfundaréttar eða sambærilegra réttinda. Frjálst efni er „frjálst“ í þeim skilningi að notendur þess mega:

  • nota það og njóta ágóða af því,
  • læra af því og nota lærða þekkingu sér til hagsbóta,
  • dreifa því hvort sem er gegn greiðslu eða ekki,
  • breyta því og dreifa breyttum útgáfum.[1]

Hugtakið á rætur að rekja til frjáls hugbúnaðar og er ætlað að koma á svipuðu skipulagi varðandi annars konar verk en hugbúnað. Í þessu skyni hafa verið samin mörg frjáls afnotaleyfi á borð við GFDL og Creative Commons. Wikipedia er stærsta einstaka safn frjáls efnis í heiminum.

  1. Definition of Free Cultural Works[óvirkur tengill]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  翻译: