Fara í innihald

Hip hop (dans)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hip hop dans er dansstíll, aðallega götudansstíll, sem yfirleitt er dansaður við hip hop tónlist eða hefur þróast sem hluti af hip hop menningu. Í sínum víðasta skilningi nær hugtakið yfir danstegundir eins og breakdans, popping, locking, krumping og fleira.

Sá dansstíll sem fyrst og fremst er tengdur hip hop er breakdans. Breakdans kom fyrst fram í New York snemma á áttunda áratugnum og varð lykilpartur í þróun hip hop menningar. Funkstíll (til dæmis popping og locking) varð til í Kaliforníu á sjöunda og áttunda áratugum 20. aldar og varð hluti af hip hop menningunni þegar hún náði til vesturstrandar Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að breakdans og upprunalegi funkstíllinn líti út fyrir að vera ólíkir þá er margt sameiginlegt með þeim. Til dæmis eru báðir byggðir að miklu leyti á spuna, eiga uppruna sinn á götunni og dansað er við sömu tónlist.

Seint á níunda áratugnum fór hip hop tónlist að breytast og í framhaldi af því komu fram nýir hip hop dansstílar. Flestir þeirra voru dansaðir í uppréttri stöðu, öfugt við breakdansinn sem inniheldur mikið af sporum sem gerð eru á gólfinu.

Á síðustu árum hefur hip hop dans þróast yfir í þyngra og harðara form, í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í hip hop tónlist. Í dag er hugtakið hip hop notað yfir alla þá ólíku dansstíla sem orðið hafa til út frá breakdansi og popping og locking. En yfirleitt þegar talað er um hip hop er verið að meina dansstílana sem dansaðir eru uppréttir – svokallað new school hip hop.

Meðal staða sem bjóða upp á kennslu í hip hop á Íslandi eru:

  翻译: