Fara í innihald

Josephine Baker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Josephine Baker árið 1940.

Josephine Baker (fædd Freda Josephine McDonald, franskur ríkisborgari sem Joséphine Baker; 3. júní 1906–12. apríl 1975) var frönsk sviðslistakona af bandarískum uppruna, andspyrnukona og baráttukona fyrir borgaralegum réttindum. Ferill hennar var fyrst og fremst í Evrópu, aðallega í Frakklandi þar sem hún settist að. Hún var fyrsta svarta konan sem lék aðalhlutverk í stórri kvikmynd, þöglu myndinni La Sirène des tropiques frá 1927, í leikstjórn Mario Nalpas og Henri Étiévant.[1]

Í upphafi ferils síns var hún meðal frægustu flytjenda revía í Folies Bergère í París. Flutningur hennar í revíunni Un vent de folie árið 1927 olli uppnámi í borginni. Búningurinn hennar, sem var stutt pils úr gervibanönum og perluhálsfesti, varð að táknmynd fyrir bæði djassöldina og organdi áratuginn (The Roaring Twenties).

Baker var hampað af listamönnum og menntamönnum á sínum tíma, og var nefnd ýmist „hin svarta Venus“, „svarta perlan“, „Venus úr bronsi“ og „kreólagyðjan“. Hún fæddist í St. Louis, Missouri, en afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti og gerðist franskur ríkisborgari eftir að hún giftist franska iðnjöfrinum Jean Lion árið 1937.[2] Hún ól börnin sín upp í Frakklandi.

Hún aðstoðaði frönsku andspyrnuhreyfinguna í seinni heimsstyrjöldinni.[3] Eftir stríðið hlaut hún heiðursmerki frönsku andspyrnunnar frá Frönsku frelsisnefndarinni, Croix de guerre frá franska hernum og var sæmd riddaranafnbót af Légion d'honneur af Charles de Gaulle hershöfðingja.[4] Baker söng: „Ég á tvær ástir, landið mitt og París.“[5]

Baker neitaði að koma fram fyrir áhorfendur í Bandaríkjunum þar sem aðskilnaður var milli svartra og hvítra og er þekkt fyrir framlag sitt til mannréttindahreyfingarinnar. Árið 1968 bauð Coretta Scott King henni óopinberlega forystu hreyfingarinnar í Bandaríkjunum, eftir morðið á Martin Luther King. Eftir að hafa hugleitt málið afþakkaði Baker boðið þar sem hún hafði áhyggjur af velferð barna sinna.[6][7] Þann 23. ágúst 2021 var tilkynnt að í nóvember 2021 yrði hún grafin í Panthéon í París, og yrði þar með fyrsta svarta konan sem hlyti þann heiður í Frakklandi.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Atwood, Kathryn (2011). Women Heroes of World War II. bls. 77. ISBN 978-1-55652-961-0.
  2. „She'll Always Have Paris“. Jezebel (enska). 26. mars 2010.
  3. Bostock, William W. (2002). „Collective Mental State and Individual Agency: Qualitative Factors in Social Science Explanation“. Forum Qualitative Sozialforschung. 3 (3). ISSN 1438-5627. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2021. Sótt 20. september 2009.
  4. Roberts, Kimberly (8. apríl 2011). „Remembering Josephine Baker“. Philadelphia Tribune.
  5. „Josephine Baker: The life of an artist and activist“. Al Jazeera (enska).
  6. Baker, Jean-Claude (1993). Josephine: The Hungry Heart (First. útgáfa). Random House. ISBN 978-0-679-40915-1.
  7. Bouillon, Joe (1977). Josephine (First. útgáfa). Harper & Row. ISBN 978-0-06-010212-8.
  8. Press, The Associated (22. ágúst 2021). „Josephine Baker to Become First Black Woman to Enter France's Pantheon“. The Hollywood Reporter.
  翻译: