Fara í innihald

Kúba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lýðveldið Kúba
República de Cuba
Fáni Kúbu Skjaldarmerki Kúbu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Patria y Libertad (spænska)
Föðurland og frelsi
Þjóðsöngur:
La Bayamesa
Staðsetning Kúbu
Höfuðborg Havana
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Flokksræði

Forseti Miguel Díaz-Canel
Forsætisráðherra Manuel Marrero Cruz
Sjálfstæði frá Bandaríkjunum og Spáni
 • Sjálfstæðisstríð 24. febrúar 1895 
 • Viðurkennt af Spáni 10. desember 1898 
 • Lok yfirráða BNA 20. maí 1902 
 • Bylting 26. júlí 19531. janúar 1959 
 • Núverandi stjórnarskrá 24. febrúar 1976 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
104. sæti
109.884 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
83. sæti
11.112.215
102/km²
VLF (KMJ) áætl. 2015
 • Samtals 105,355 millj. dala (63. sæti)
 • Á mann 9.296 dalir (89. sæti)
VÞL (2019) 0.783 (70. sæti)
Gjaldmiðill kúbverskur pesi (CUP)
Tímabelti UTC-5 (-4 á sumrin)
Þjóðarlén .cu
Landsnúmer +53

Kúba, eða formlega Lýðveldið Kúba (spænska: República de Cuba), er eyríki á mörkum Karíbahafs, Mexíkóflóa og Atlantshafs. Ríkinu tilheyra eyjarnar Kúba (sú stærsta af Stóru-Antillaeyjum), Isla de la Juventud („Æskueyjan“) og ýmsar smærri eyjar. Norðan við Kúbu eru Flórída og Bahamaeyjar, austan megin eru Turks- og Caicoseyjar, í vestri Mexíkó, í suðri Cayman-eyjar og Jamaíka, og Haítí í suðaustri. Havana er bæði stærsta borgin og höfuðborg landsins. Aðrar helstu borgir eru Santiago de Cuba og Camagüey. Opinber stærð Kúbu er 104.556 km2. Kúba er stærsta eyjan í Karíbahafi og annað fjölmennasta Karíbahafsríkið, á eftir Haítí, með yfir 11 milljón íbúa.[1]

Kúba var áður byggð Ciboneyum (Taínóum) frá 4. árþúsundinu f.o.t. þar til Spænska heimsveldið lagði eyjuna undir sig á 15. öld.[2] Eftir það var eyjan nýlenda Spánar fram að stríði Spánar og Bandaríkjanna 1898, þegar Bandaríkin hernámu Kúbu, sem fékk sjálfstæði að nafninu til sem bandarískt verndarríki árið 1902. Veikburða tilraunir til að efla lýðræði í landinu leiddu til vaxandi átaka sem lyktaði með valdaráni og síðan einræði Fulgencio Batista árið 1952.[3] Spilling og kúgun stjórnar Batistas leiddu svo til byltingar 26. júlí-hreyfingarinnar sem hófst í janúar 1959. Batista var steypt af stóli og við tók kommúnistastjórn Fidel Castro.[4][5][6] Síðan 1965 hefur landið verið undir stjórn kommúnistaflokks Kúbu. Landið varð vettvangur átaka á tímum Kalda stríðsins og við lá að kjarnorkustyrjöld brytist út milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Kúbudeilunni 1962. Kúba er eitt fárra marx-lenínískra ríkja þar sem framvarðarstefna er enn við lýði og bundin í stjórnarskrá. Undir stjórn Castros tók Kúba þátt í miklum fjölda hernaðar- og mannúðarverkefna um alla Afríku og Asíu.[7]

Menningarlega er Kúba hluti Rómönsku Ameríku.[8] Kúba er fjölmenningarríki þar sem íbúar, menning og siðir eiga sér fjölbreyttar rætur í menningu frumbyggja eyjarinnar, langri nýlendusögu, þrælahaldi og nánum tengslum við Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins.

Kúba er stofnaðili Sameinuðu þjóðanna, G77-hópsins, Samtaka hlutlausra ríkja, ACP-samtakanna, ALBA og Samtökum Ameríkuríkja. Hagkerfi Kúbu er eitt af fáum hagkerfum heims sem enn býr við hreinræktaðan áætlunarbúskap, en efnahagslíf landsins byggist aðallega á ferðaþjónustu og útflutningi sérhæfðs vinnuafls, auk ræktunar sykurs, tóbaks og kaffis. Kúba hefur lengi - bæði fyrir og eftir að kommúnistar komust til valda - staðið betur en önnur lönd í heimshlutanum á ýmsum mælistikum eins og læsi,[9][10] barnadauða og lífslíkum.[11][12]

Stjórnarfar á Kúbu er flokksræði þar sem stjórnarandstaða er bönnuð.[13][14][15] Kosningar eru haldnar á Kúbu en þær eru ekki álitnar lýðræðislegar.[16][17] Ritskoðun (þar á meðal takmarkanir á aðgangi að internetinu) er víðtæk[18][19][20] og sjálfstæð blaðamennska er takmörkuð.[21] Blaðamenn án landamæra hafa lýst Kúbu sem einu versta landi heims þegar kemur að fjölmiðlafrelsi.[22][23]

Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu hefur verið í gildi frá árinu 1962 og er enn í gildi.

Ekki er vitað með vissu hver uppruni heitisins er. Helstu tilgátur eru að það sé komið úr frumbyggjamálinu Taino og leitt af Cubanacán (sem merkir "landið í miðjunni"), eða Cubao ("landið frjósama"[24]), eða frá styttingu af: Coa ("land / jörð") og Bana ("stóra") og merkir þá stóra land.[25]. Að lokum má nefna þá tilgátu að nafnið sé hreint ekki úr frumbyggjamáli heldur hafi einn úr áhöfn Kólumbusar talið sig ver komin til Cipango, í Asíu, Indlandi væntanlega[26].

Kúbverska byltingin

[breyta | breyta frumkóða]

Tilgangurinn með byltingunni var sá að losna við einræðisherrann Fulgencio Batista. Bandaríkjamenn völdu Batista til að stjórna Kúbu og notuðu landið eins og þeim sýndist. Almenningur græddi ekkert á stanslausu peningastreymi Bandaríkjamanna inn í Kúbu og mikil fátækt ríkti í landinu.

Enn ríkir viðskiptabann á milli Bandaríkjanna og Kúbu og hefur það verið í gildi frá árinu 1962. Kúba er enn þá kommúnistaríki en bróðir byltingarforingjans Fidel Castro, Raúl Castro, tók við sem forseti landsins þegar Fidel lét af völdum vegna heilsubrests. Fidel lést svo árið 2016. Á Kúbu er ríkisrekið velferðarkerfi. Skólasókn í grunnskóla er skylda og öll menntun er ókeypis. Velferðarkerfið felur í sér heilsu- og slysatryggingar, fæðingarorlof og eftirlaun. Heilbrigðisþjónusta er ókeypis fyrir sjúklinga. Aðgangur að læknum er góður[heimild vantar] en skortur hefur verið á lyfjum vegna viðskiptabannsins. Nú er aðgangur að lyfjum betri vegna þess að landið hefur þróað sinn eigin lyfjaiðnað. Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.

Mikilvægasta tekjulind Kúbu alla tuttugustu öldina var útflutningur sykurs. Undanfarin ár hefur þó dregið verulega úr sykurútflutningnum. Fall kommúnismans og upplausn Sovétríkjanna hafði skelfilegar afleiðingar fyrir efnahag Kúbu. Landið var háð aðstoð og ódýrri olíu frá Sovétríkjunum. Sovétríkin niðurgreiddu einnig kúbverskan sykuriðnað með því að borga meira fyrir sykurinn en nam heimsmarkaðsverði. Tóbak frá Kúbu og kúbanskir vindlar álitið meðal þess besta í heimi. Ferðaþjónustan hefur eflst og landið hefur yfir að ráða mestu nikkelbirgðum heims. Samstarf og viðskipti við Suður-Ameríku og Evrópusambandið hafa aukist og landið kaupir ódýra olíu af Venesúela. Landið hefur einnig viðskipti við Kína.

stór hluti af kúbverska hagkerfinu er háður peningasendingum.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Hæðakort af Kúbu.

Kúba er eyjaklasi sem nær yfir um 4.200 eyjar, rif og smáeyjar í norðurhluta Karíbahafs þar sem Atlantshaf og Mexíkóflói mætast. Landið er staðsett milli 19. og 24. gráðu norður og 74. og 85. gráðu vestur. Key West í Flórída (Bandaríkjunum) liggur 150 km norðvestan við Flórídasund, og Bahamaeyjar eru 21 km norðan við Kúbu. Cabo Catoche í Quintana Roo (Mexíkó) er 210 km vestan við Yucatán-sund. Haítí er 77 km austan við Kúbu, Jamaíka og Cayman-eyjar 140 km í suður.

Kúbverski eyjaklasinn nær yfir aðaleyjuna, Kúbu, og fjóra minni eyjaklasa: Colorados-eyjar við norðvesturströndina, Sabana-Camagüey-eyjar á miðri Atlantshafsströndinni í norðri, Jardines de la Reina á miðri suðurströndinni, og Canarreos-eyjar við suðvesturströndina.

Aðaleyjan heitir Kúba. Hún er 1.250 km löng og 104.556 km² að stærð. Kúba er stærsta eyja Karíbahafsins og 17. stærsta eyja heims. Eyjan er að mestu flatlend með hæðadrögum, fyrir utan fjöllin Sierra Maestra í suðaustri. Hæsti tindur eyjunnar er Pico Turquino, 1.974 metrar á hæð.

Önnur stærsta eyjan er Isla de la Juventud í Canarreos-eyjaklasanum. Hún er um 2.200 km² að stærð. Opinber stærð Kúbu er 109.884 km² en að meðtalinni landhelgi nær hún yfir 110.860 km².

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kúba skiptist í 15 sýslur og eitt sérstakt sveitarfélag (Isla de la Juventud). Áður skiptist hún í sex sögulegar sýslur: Pinar del Río, Habana, Matanzas, Las Villas, Camagüey og Oriente. Núverandi skipting dregur dám af spænskum hernaðarumdæmum í sjálfstæðisstríði Kúbu, þegar mestu vandræðasvæðunum var skipt upp. Sýslurnar skiptast í sveitarfélög.

Héruð Kúbu.
  1. Pinar del Río
  2. Artemisa
  3. Havana
  4. Mayabeque
  5. Matanzas
  6. Cienfuegos
  7. Villa Clara
  8. Sancti Spíritus
  1. Ciego de Ávila
  2. Camagüey
  3. Las Tunas
  4. Granma
  5. Holguín
  6. Santiago de Cuba
  7. Guantánamo
  8. Isla de la Juventud

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Cuba profile: Facts“. BBC News. Sótt 26. mars 2013.
  2. Allaire, p. 678
  3. „Remarks of Senator John F. Kennedy at Democratic Dinner, Cincinnati, Ohio“. John F. Kennedy Presidential Library & Museum – Jfklibrary.org. 6. október 1960. Sótt 14. febrúar 2017.
  4. „Fidel Castro“. Encyclopædia Britannica. 26. júní 2017. „Castro created a one-party government to exercise dictatorial control over all aspects of Cuba's political, economic, and cultural life. All political dissent and opposition were ruthlessly suppressed“
  5. Fernández, Gonzalo (2009). Cuba's Primer – Castro's Earring Economy. ISBN 9780557065738. „The number of individuals who have been jailed or deprived of their freedom in labor camps over the 50 years of Castro's dictatorship is estimated at around 200,000“
  6. „Fidel Castro – Cuba's hero and dictator“. Deutsche Welle. 26. nóvember 2016.
  7. Parameters: Journal of the US Army War College. U.S. Army War College. 1977. bls. 13.
  8. Rangel, Carlos (1977). The Latin Americans: Their Love-Hate Relationship with the United States. New York: Harcourt Brace Jovanovich. bls. 3–5. ISBN 978-0-15-148795-0. Skidmore, Thomas E.; Peter H. Smith (2005). Modern Latin America (6. útgáfa). Oxford and New York: Oxford University Press. bls. 1–10. ISBN 978-0-19-517013-9.
  9. „Pre-Castro Cuba | American Experience | PBS“. www.pbs.org. Sótt 20. júlí 2021.
  10. Washington, District of Columbia 1100 Connecticut Ave NW Suite 1300B; Dc 20036. „PolitiFact - Fact-checking Bernie Sanders' claim on Cuba literacy under Castro“. @politifact. Sótt 20. júlí 2021.
  11. Geloso, Vincent; Pavlik, Jamie Bologna (1. apríl 2021). „The Cuban revolution and infant mortality: A synthetic control approach“. Explorations in Economic History. 80: 101376. doi:10.1016/j.eeh.2020.101376. ISSN 0014-4983. S2CID 229073336.
  12. „Justin Trudeau's claim that Castro made 'significant improvements' to Cuban health care and education“. Washington Post. Sótt 19. ágúst 2017.
  13. Levitsky, Steven; Way, Lucan A. (16. ágúst 2010). Competitive Authoritarianism: Hybrid Regimes after the Cold War. Cambridge University Press. bls. 361–363. ISBN 978-1-139-49148-8.
  14. Lachapelle, Jean; Levitsky, Steven; Way, Lucan A.; Casey, Adam E. (2020). „Social Revolution and Authoritarian Durability“. World Politics. 72 (4): 557–600. doi:10.1017/S0043887120000106. ISSN 0043-8871. S2CID 225096277.
  15. Hawkins, Darren (2001). „Democratization Theory and Nontransitions: Insights from Cuba“. Comparative Politics. 33 (4): 441–461. doi:10.2307/422443. ISSN 0010-4159. JSTOR 422443.
  16. Galvis, Ángela Fonseca; Superti, Chiara (3. október 2019). „Who wins the most when everybody wins? Predicting candidate performance in an authoritarian election“. Democratization. 26 (7): 1278–1298. doi:10.1080/13510347.2019.1629420. ISSN 1351-0347. S2CID 197727359.
  17. Domínguez, Jorge I.; Galvis, Ángela Fonseca; Superti, Chiara (2017). „Authoritarian Regimes and Their Permitted Oppositions: Election Day Outcomes in Cuba“. Latin American Politics and Society. 59 (2): 27–52. doi:10.1111/laps.12017. ISSN 1531-426X. S2CID 157677498.
  18. Stein, Elizabeth Ann (2016). „Information and Civil Unrest in Dictatorships“. Oxford Research Encyclopedia of Politics. doi:10.1093/acrefore/9780190228637.013.35. ISBN 978-0-19-022863-7.
  19. Impediments to Human rights in Cuban Law (Part III). júní 1999. ISBN 1-56432-234-3. Sótt 7. ágúst 2012.
  20. Moynihan, Michael C. (22. febrúar 2008). „Still Stuck on Castro - How the press handled a tyrant's farewell“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2012. Sótt 25. mars 2009.
  21. „62nd General Assembly Reports: Cuba“. Inter American Press Association. 3. október 2006. Sótt 6. ágúst 2012.
  22. "Press Freedom Index 2015", Reporters Without Borders. Retrieved 12 November 2015
  23. „Press Freedom Index 2008“ (PDF). Reporters Without Borders. 2008. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. mars 2009.
  24. Alfred Carrada, The Dictionary of the Taino Language Geymt 19 febrúar 2009 í Wayback Machine
  25. Etimologìa de Cuba, Dal sito etimologias.dechile.net
  26. Christopher Columbus's Naming in the 'diarios' of the Four Voyages (1492-1504)
  翻译: