Fara í innihald

Norður-Brabant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Hertogenbosch
Flatarmál: 5.081 km²
Mannfjöldi: 2.453.936
Þéttleiki byggðar: 499/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Norður-Brabant er nærstærsta fylki Hollands með 4.938 km2. Höfuðborgin er Hertogenbosch.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Norður-Brabant liggur í suðurhluta Hollands og nokkurn vegin miðsvæðis þar. Allur suðurhluti fylkisins nemur við belgísku landamærin, nánar tiltekið við fylkið Antwerpen. Áður fyrr voru þau eitt fylki, en það klofnaði í tvennt þegar Holland varð að sjálfstæðu ríki 1648. Önnur hollensk héruð sem að Norður-Brabant liggja eru Sjáland (Zeeland) fyrir vestan, Suður-Holland fyrir norðvestan, Gelderland fyrir norðan og Limburg fyrir austan. Íbúafjöldinn er 2,4 milljónir og er Norður-Brabant því þriðja fjölmennasta fylkið í Hollandi

Fáni og skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Fáni Norður-Brabants samanstendur af 24 rauðum og hvítum skákborðsreitum (4x6). Litirnir eiga uppruna sinn á miðöldum og koma frá greifadæminu Leuven. Þar með er fáninn elsti fylkisfáni Niðurlanda. Hann var þó ekki formlega tekinn upp í fylkinu fyrr en 1959. Skjaldarmerkið sýnir gyllt ljón sem snýr til vinstri á svörtum grunni. Til sitthvorrar hliðar eru önnur tvö gyllt ljón. Efst er kóróna. Merkið á uppruna sinn frá Godfried hinum skeggjaða, greifa af Leuven, en Leuven merkir ljón. Ljónið var komið í notkun 1106 en hefur breyst nokkuð í gegnum tíðina. Fram að 1815 var skjaldarmerki þetta notað fyrir allt fylkið Brabant. Það klofnaði hins vegar í þrennt (Norður-Brabant, Antwerpen og Suður-Brabant) og breyttist merki þetta örlítið í öllum þessum héruðum. Í Norður-Brabant var hliðarljónunum bætt við 1920

Brabant er dregið af orðunum bra, sem upphaflega merkir auður (sbr. brach á þýsku) og bant, sem merkir fylki (eins og band eða samband).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Brabant var lengi vel greifadæmi í þýska ríkinu og var þá miklu stærra en það er nú. Stærsti hluti þess var þá innan núverandi landamæri Belgíu og náði nær alveg suður til frönsku landamæranna. Árið 1430 varð Brabant eign Búrgúnd og 1477 Habsborgar. Brabant var höfuðsvæði spænsku Niðurlanda en borgin Brussel var í miðju fylkinu. Hins vegar gekk Brabant til liðs við sameinuðu héröð Niðurlanda í sjálfstæðisstríðinu gegn Spánverjum. Í kjölfarið voru margar orrustur háðar í fylkinu. Þegar friðarsamningarnir voru gerðir um endalok sjálfstæðisstríðs Hollands 1648 var Brabant skipt í tvennt. Norðurhlutinn (mótmælendur) varð hluti af sjálfstæðu Hollandi, en suðurhlutinn (kaþólskur) var áfram í spænskri Belgíu. Frakkar hertóku Brabant í lok 18. aldar en 1797 var Brabant að öllu leyti innlimað Frakklandi. Eftir burtför Frakka 1813 voru Niðurlönd sameinuð, en Brabant var skipt í þrjú héruð: Norður-Brabant, Antwerpen og Suður-Brabant. 1830 lýsti Belgía yfir sjálfstæði og urðu urðu Antwerpen og Suður Brabant (með Brussel) belgísk, meðan Norður-Brabant varð hollenskt fylki þrátt fyrir að 90% íbúanna voru kaþólskir. Í dag eru aðeins rétt rúmlega helmingur íbúa Norður-Brabant kaþólskur.

Stærstu borgir í Norður-Brabant:

Röð Borg Íbúafjöldi Ath.
1 Eindhoven 215 þúsund Fimmta stærsta borg Hollands
2 Tilburg 206 þúsund
3 Breda 174 þúsund
4 Hertogenbosch ('s-Hertogenbosch) 140 þúsund Höfuðborg fylkisins
5 Helmond 88 þúsund
6 Roosendaal 77 þúsund
7 Oss 77 þúsund
8 Bergen op Zoom 66 þúsund

Fyrirmynd greinarinnar var „Noord-Brabant“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. júní 2011.


  翻译: