Fara í innihald

Rínarland-Pfalz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Rínarlands-Pfalz Skjaldarmerki Rínarlands-Pfalz
Flagge von Hessen
Flagge von Hessen
Landeswappen Hessens
Upplýsingar
Höfuðstaður: Mainz
Stofnun: 30. ágúst 1946
Flatarmál: 19.854,21 km²
Mannfjöldi: 4,1 milljón (2021)
Þéttleiki byggðar: 202/km²
Vefsíða: rlp.de
Stjórnarfar
Forsætisráðherra: Maria Luise „Malu“ Dreyer (SPD)
Lega

Rínarland-Pfalz (þýska: Rheinland-Pfalz) er níunda stærsta sambandsland Þýskalands. Það liggur í suðvestri landsins og á landamæri að Frakklandi í suðri, Lúxemborg í vestri og Belgíu í norðvestri. Auk þess er Norðurrín-Vestfalía fyrir norðan, Hessen fyrir austan, Baden-Württemberg fyrir suðaustan og Saarland fyrir suðvestan. Íbúafjöldinn er 4,1 milljón (2021) og er Rínarland-Pfalz þar með sjötta fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Höfuðborgin er Mainz við Rínarfljót. Meðal landfræðilegra perla sambandslandsins má nefna Móseldalinn, Rínarfljót, fjalllendið Eifel og gamla keisaraborgin Speyer.

Fáni og skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerkið er þrískipt. Neðst er gult ljón á svörtum grunni en það er merki Pfalz sem upprunnið er úr Staufen-ættinni. Til hægri er hvítt hjól á rauðum grunni, en það er merki Mainz. Til hægri er kross heilags Georgs en það var merki Trier. Skjaldarmerki þetta var formlega tekið upp 1948, tveimur árum eftir að Rheinland-Pfalz var stofnað sem sambandsland. Fáninn er eins og þýski þjóðfáninn en efst í vinstra horninu er skjaldarmerkið.

Rheinland er þýska heitið á Rínarlandi sem teygir sig norður inn í Norðurrín-Vestfalíu meðfram Rínarfljóti. Orðið Pfalz er tekið að láni frá samnefndu kjörfurstadæmi sem var við lýði á tímum þýska ríkisins en var lagt niður á Napoleonstímanum. Pfalz merkir keisarasetur.[1]

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
  • Við lok miðalda voru aðallega þrjú héruð á núverandi svæði sambandslandsins: Biskupsstóllinn Trier, biskupsstóllinn Mainz og og Pfalz. Öll þrjú svæðin voru stjórnuð af kjörfursta í þýska ríkinu. Í Trier og Mainz voru það biskupar.
  • 1688-97 geysaði 9 ára stríðið í Evrópu, en í Þýskalandi er stríðið kallað erfðastríðið í Pfalz. Í stríðinu réðist Loðvík XIV inn í Rínarlöndin og hafði það gríðarlega eyðileggingu í för með sér.
  • 1793 lýsti Mainz yfir lýðveldi í skjóli frönsku byltingarinnar, fyrsta lýðveldið á þýskri grundu. Nokkrum árum seinna innlimaði Napoleon Trier og Pfalz Frakklandi. Eftir fall Napoleons var héraðinu skipt milli ýmissa nágrannahéraða.
  • 1918 hertóku Frakkar Rheinland eftir tap Þjóðverja í heimstyrjöldinni fyrri og héldu til 1930.
  • 1945 hertóku Bandaríkjamenn og Frakkar svæðið, sem varð hluti af franska hernámssvæðinu. 1946 stofnuðu Frakkar sambandslandið Rínarland-Pfalz.
  • 2021 urðu hamfaraflóð og meira en 100 létust í Rínarlöndum.
Móseldalurinn er í Rínarlandi-Pfalz

Stærstu borgir Rínarlands-Pfalz (31. desember 2013):

Röð Borg Íbúafjöldi Ath.
1 Mainz 204 þúsund Höfuðborg sambandslandsins
2 Ludwigshafen 162 þúsund
3 Koblenz 111 þúsund
4 Trier 107 þúsund
5 Kaiserslautern 97 þúsund
6 Worms 80 þúsund

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 223 og 211.
  翻译: