Fara í innihald

Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur

Vilhjálmur Alexander eða Willem-Alexander (Willem-Alexander Claus George Ferdinand) (fæddur 27. apríl 1967) er konungur Hollands. Hann er sonur Beatrix Hollandsdrottningar og Claus prins og tók við konungdæmi 30. apríl 2013, þegar móðir hans sagði af sér. Hann varð þar með fyrsti konungur Hollands frá því að Vilhjálmur 3. lést 1890 og hafði þá verið krónprins Hollands frá 1980.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 2. febrúar 2002 giftist Vilhjálmur Alexander argentínskri konu að nafni Máxima Zorreguieta Cerruti (f.17. maí 1971). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans Jorge Rafael Videla, einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið. Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:

  翻译: