Eimurs innlegg

Eimur hefur unnið skýrslu þar sem áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra hefur verið greind útfrá stærð flota í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Niðurstaða skýrslunnar sýnir meðal annars að engin innviðavandamál séu til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Þótt víða þurfi að koma upp hleðslubúnaði og raftengingum. Þegar kemur að stærri skipum er myndin önnur. Hugsa þarf heildstætt hvar stórir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti togurum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Skynsamlegt væri að móta stefnu um móttöku stærri skipa. Verkefnið var unnið fyrir tilstuðlan LIFE Programme sjóðs ESB verkefnisins #RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) og með stuðningi frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Skýrsluna má lesa hér fyrir neðan en hún er einnig aðgengileg á vefsvæði Eims - https://lnkd.in/dRb8-wb3 #orkuskipti #lifeprogramme #RECETproject #LIFEproject #CleanEnergyEU #EU2050 #CleanEnergyTransition Ottó Elíasson Skúli Gunnar Árnason Kolfinna María Nielsdottir

Logg på hvis du vil se eller legge til en kommentar