Hafrannsóknastofnun - Marine & Freshwater Research Institutes innlegg

Sérfræðingur oskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða á Neskaupsstað.   Ásamt því að vakta umhverfisáhrif sjókvíaeldis á firði metur Hafrannsóknastofnun burðarþol fjarða og gefur álit í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Þessi verkefni og önnur sem stofnunin sinnir tengjast og er gert ráð fyrir að nýr sérfræðingur geti tekið þátt í þeirri þverfaglegu teymisvinnu sem á sér stað innan stofnunarinnar. Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar: https://lnkd.in/e9hY2ag2

Sérfræðingur oskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Sérfræðingur oskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

hafogvatn.is

Logg på hvis du vil se eller legge til en kommentar