Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS) auglýsir eftir metnaðarfullum leiðtoga í starf forstöðumanns. SVS, sem staðsett er á Akureyri, er rannsókna- og fræðastofnun sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og skilning á málefnum norðurslóða. Hún vinnur að verkefnum sem varða sjálfbæra þróun, loftslagsbreytingar, samfélagsþróun og menningararf á norðurslóðum. SVS leggur einnig áherslu á alþjóðlegt samstarf og tengingu vísinda við stefnumótun á norðurslóðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar, 2025. Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu HA og á eftirfarandi slóð: https://lnkd.in/ehYfuU8W