Heimsókn á IAA Transportation 2024 sýninguna í Hannover Trukkar, vinnuvélar og rútur. Á undanförnum árum hefur Íslensk NýOrka tekið þátt í verkefnaröð sem styrkt er af Nordic Innovation og kallst Nextwave I-III. Markmið verkefnisins er að greina hindranir sem eru í vegi fyrir innleiðingu vistvænna trukka og annarra stærri tækja, skoða markaðsmál, leiða saman viðskiptavini og framleiðendur tækja ásamt því að fá innviðafyrirtæki að borðinu. Um er að ræða norrænt samstarf sem nær til allra Norðurlandanna. Fjöldi skýrslna hefur verið gerður og má finna þær allar hér. Þetta samstarf hefur meðal annars leitt til þess að fyrirtæki á Íslandi skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um að hefja notkun á vetnisknúnum MAN trukkum.
https://newenergy.is/2024/10/07/heimsokn-a-iaa-transportation-2024-syninguna-i-hannover-trukkar-vinnuvelar-og-rutur/