Sjóvá á sér langa sögu á Höfn í Hornafirði. Enn á ný munum við vera til staðar á Höfn í Hornafirði næstkomandi þriðjudag og miðvikudag (19. og 20. nóvember) frá kl. 11:00 – 15:00 á efri hæðinni í verslunarmiðstöðinni Miðbæ og veita íbúum ráðgjöf og þjónustu varðandi þeirra tryggingar. Sjóvá hefur verið fremst tryggingafélaga síðustu ár í að halda útibúum opnum, vera til staðar fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni og að grípa tækifæri til að auka við þjónustu þegar þau bjóðast. Við hlökkum til að hitta ykkur. Aftur. Og aftur og aftur.