Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Spáni?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Spán er frá mars fram í maí annars vegar ogseptember fram í október hins vegar. Frá mars fram í maí fer hitastigið hægt og rólega hækkandi frá 12–17°C en frá september fram í fyrrihluta október er hitinn á bilinu 17–21°C og því eru dagarnir á ströndinni ekki óþægilega heitir.

Sólskinið er þó ekki eina ástæðan til þess að skella sér til Spánar á þessum tíma Á vorin byrja ýmiss konar hátíðir og hátíðahöld að eiga sér stað - allt frá Las Fallas í Valensíu til Feria de Abril í Sevilla. Á haustin fer Fiestas de Pilar fram á þremur dögum í Zaragoza, höfuðborg Aragon-héraðs en sunnar í Andalúsíu er Bienal de Flamenco haldin til skiptis í Sevilla og Malaga á hverju ári. Í september fer La Mercè einnig fram í Barselóna - það er stærsta götupartí árins - og kvikmyndaáhugafólk unir hag sínum vel á kvikmyndahátíðum í Sitges og San Sebastián.

Á öðrum stöðum geta náttúruunnendur fylgst með kirsuberjablómunum í Valle del Jerte frá miðjum mars fram í byrjun maí og vínberjauppskerunni í La Rioja í september. Vorið er líka vinsæll tími fyrir trúarlega viðburði eins og Romería de la Virgen de la Cabeza í nágrenni Jaén og Semana Santa í allri Andalúsíu.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Spáni eftir mánuði

Fyrsti mánuður ársins er friðsæll á Spáni, hentugur fyrir þá sem eiga erfitt með fjölmenni en er sama þótt veðrið sé í kaldari kantinum. Hitinn getur skriðið allt upp í 16°C í hlýjustu sunnanverðu héruðunum en dottið undir frostmark á svæðum sem eru hátt yfir sjávarmáli eins og í Pýreneafjöllunum og Sierra Nevada. Á hinn bóginn er nægur snjór í fjallgörðunum þegar veðrið er svo svalt og því er mikið um að vera á skíðasvæðunum í janúar. Ferðalangar þurfa því eflaust að taka með sér hlýjasta vetrarjakkann sinn nema að förinni sé heitið til Kanaríeyja.

Í janúar eru líka nokkrir hátíðlegir viðburðir eins og Reyes Magos (Dagur konunganna þriggja) þann 6. janúar - jóladagur Spánverja. Kvöldið áður fer hundrað manna skrúðganga um göturnar á jólalegum vögnum með vitringana þrjá í fararbroddi (oft þrjá heppna bæjarstarfsmenn), dreifandi sælgæti í allar áttir. Í janúar er líka tilvalið til að nýta sér hagstæð flugfargjöld og lægri verð á útsölunum eða „las rebajas“ eftir jólin.

14°C

Hæsti

5°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Þó svo að kaldasti mánuður ársins á Spánifebrúar, eru þó nægar ástæður til að skella sér þangað – sérstaklega fyrir áhugafólk um hátíðir. Í borginni Cádiz í Andalúsíu fer hið æsispennandi „Carnaval“ fram á tveggja vikna tímabili með skrúðgöngum grímubúningaklædds fólks og þangað flykkjast partíljón hvaðanæva að af landinu. Einu veisluhöldin sem eru fjölmennari er Las Palmas de Gran Canaria-karnivalið í Las Palmas og þar má sjá nýtt regnbogaþema á hverju ári.

En það eru ekki einungis hávær og tilkomumikil veisluhöld í boði. Meðan á Feria Internacional de Arte Contemporáneo-hátíðinni stendur í Madrid, er borgin ein stærsta miðstöð nútímalistar í Evrópu. Í Extremadura í vestri safnast fuglaskoðarar saman til að fagna komu hinna ýmsu fuglategunda í Monfragüe-þjóðgarðinum. Það er líka miðaldahátíð í bænum Teruel í Aragon sem er hátt yfir sjávarmáli en gestir ættu að vera vel búnir þar sem hitastigið getur orðið lægra en annars staðar á Spáni á þessum svala árstíma.

14°C

Hæsti

5°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Þegar vorið lætur á sér kræla hækkar hitastigið með hverjum deginum sem líður þar til sumarið er allt í einu á næsta leiti. Á Mið- og Suður-Spáni geta ferðalangar sennilega komist upp með að vera bara á bolnum í eftirmiðdaginn svo framarlega að það sé hvorki hvasst né skýjað. Þeir sem leggja leið sína norður fyrir Madrid verða að vera í peysu yfir bolnum - enda getur rignt mikið og óvænt hvar sem er á Spáni og því ráðlegast að taka regnkápuna með.

Í mars eiga svo tveir frægustu menningarviðburðir Spánar sér stað. Á hátíðinni Festival de Jerez sem haldin er í Jerez í Andalúsíu, hjarta og upphafsstað frægustu tónlistarstefnu Spánar, flamenco-tónlistar, koma fremstu flamenco-listamenn þjóðarinnar fram. Aðalviðburðurinn er þó Las Fallas í Valensíu, stórfengleg hátíð þar sem boðið er upp á stanslaust sumbl og dans sem og tilkomumiklar (og mjög háværar) flugeldasýningar, lifandi tónlist og háðsádeilur. Hátíðin nær hámarki í heljarinnar helgiathöfn þegar risastórar eftirmyndir úr pappír (sem kallast „ninots“) eru brenndar á götunum - sjónarspil sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

17°C

Hæsti

8°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Í apríl er vorið komið - og sums staðar geta ferðalangar stolist í sólbað á ströndinni í nokkrar klukkustundir. Villiblómin eru í fullum blóma og þetta er rétti árstíminn til að kanna garða og sveitalegri svæði eins og Valle del Jerte í norðurhluta Extremadura. Hafa ber í huga að himnarnir geta opnast á hverri stundu og því er vel þess virði að taka með regnkápu.

Margir fylgjast með kertalýstum skrúðgöngum í dymbilvikunni, Semana Santa, sem fara fram í borgum víða um Andalúsíu og Castille-Leon. „Bræðralögin“ sem leiða skrúðgöngurnar eru klædd í mislitar skikkjur með hettum. Hver hópur heldur á tveimur styttulíkönum og gengur frá kirkjunni sinni að dómkirkju borgarinnar og svo aftur til baka. Seinna í mánuðinum á Feria de Abril í Sevilla er hægt að fylgjast með heimamönnum klæðast sínum fínustu flamenco-kjólum, ríða á hestbaki og dansa langt fram eftir nóttu. Á öðrum stöðum flykkist mataráhugafólk á hátíðir eins og Mercat de Ram í bænum Vic í Katalóníu og Feria del Queso (meiri ostur en þú hefur nokkurn tíma séð áður) í bænum Trujillo í Extremadura.

19°C

Hæsti

10°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Í maí er spænska sveitin þakin skærlitum villiblómum og hitastigið byrjar að hækka á daginn og vera yfir 20°C. Á strandsvæðum eins og í Andalúsíu og Katalóníu er þetta upphaf strandtímabilsins - tilvalinn tími til að njóta sjávarins og sandsins áður en erilsamari mánuðirnir fara í hönd. Inni í landi í Granada og Sevilla er hægt að fara í sólrík og hlý vorfrí.

Skemmtanatíminn fer einnig að hefjast af fullum krafti í maí. Tökum Fiesta de San Isidro í Madrid sem dæmi - um er að ræða viku af endalausum skrúðgöngum, nautaati og lifandi tónlist þar sem dýrðlingur spænsku höfuðborgarinnar er heiðraður. Þar að auki má nefna Fiesta de los Patios de Córdoba (sjaldgæft tækifæri til að skoða blómum prýdda húsagarðana í Córdoba), WOMAD tónlistarhátíðina í Cáceres og hin margrómuðu partý á Ibiza - hinu óumdeilanlega skemmtistaðahjarta Spánar. Því er um að gera að pakka myndavélinni ofan í tösku sem og fötum sem henta í hlýju og röku veðri.

23°C

Hæsti

13°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Dásamlegur tími til að vera hvar sem er á Spáni. Hitastigið fer hækkandi um miðbik og í suðurhluta landsins og í gróskumikla norðurhluta landsins verður mun hlýrra og þar er tilvalið að stunda afþreyingu undir berum himni eins og göngur og fjallahjólaferðir. Fræga Camino de Santiago-gönguleiðin liggur frá Frönsku Pýreneafjöllunum til vesturstrandar Spánar og þar er margt um manninn í júní. Það eru líka margir aðrir gönguslóðar á Spáni sem liggja um stórfenglegt landslag á leiðinni að takmarkinu í Santiago de Compostela.

Júní er auk þess frábær tími til að fara til Spánar enda eru alls kyns mismunandi hátíðir í gangi á þeim tíma. Corpus Christi-hátíðahöldin eiga sér stað í Toledo og mörgum öðrum bæjum en í Barselóna eru tvær stærstu rokk- popp- og danstónlistarhátíðir ársins haldnar, Sonar og Primavera Sound. Hápunktinum er loks náð þann 23. júní ár hvert, á Noche de San Juan, þegar sjávarþorpin á Spáni eru upplýst með brennum á ströndinni og stórfenglegum flugeldasýningum.

27°C

Hæsti

16°C

Lægsti

9 dagar

Úrkoma

Því er ekki að neita að júlí er erilsamasti mánuðurinn á flestum stöðum á Spáni. Það hefur kosti og galla í för með sér, fer bara eftir hvernig fólk lítur á það. Á kvöldin er til að mynda hægt að velja úr fjölbreyttu úrvali af líflegum börum og veitingastöðum. En það gæti reynst erfitt að upplifa ekta spænska stemningu á fjölsóttum dvalarstöðum eins og á Costa del Sol eða Costa Blanca.

Óþarfi er að taka fram að á þessum tíma í júlí hefur hitinn náð miklum hæðum - svo nauðsynlegt er að taka með nóg af sólarvörn. Samt er auðvelt að gleyma hitakófinu þegar maður er að skemmta sér á hátíðum eins og Festival Internacional de Benicàssim í nágrenni Valensíu eða Festival de la Guitarra de Córdoba - þar sem gítartónlist í flamenco-, í rokk-, blús- og fleiri stílum er gert hátt undir höfði. Og það er ekki allt og sumt. Heimsfræga San Fermín-hátíðin í Pamplona (nautahlaupin) fer fram á einni viku og Día de Santiago (hátíð heilags Jóhannesar) er haldin sérstaklega hátíðleg í Santiago de Compostela þann 25. júlí.

30°C

Hæsti

19°C

Lægsti

6 dagar

Úrkoma

Í ágúst fyllast stranddvalarstaðirnir á Spáni af heimamönnum jafnt sem ferðamönnum - allir vilja flýja lamandi hitann (oft yfir +35°C) í borgunum inni í landi eins og Sevilla, Córdoba og Madrid. Staðir við ströndina eins og Barselóna, Málaga og Valensía geta orðið of heitir og rakir og því skella margir sér á svalari staði við strendur Atlantshafsins á norðvesturhluta Spánar. Þar er hitastigið á milli tuttugu til þrjátíu gráður og sjávargolan temprar hitann á sérlega heitum dögum.

Ef kaldara veðrið er ekki nógu freistandi, gæti maturinn hins vegar verið það. Galisíu-hérað er frægt fyrir sjávarfang, sérstaklega kolkrabba, eins og sjá má á öllum tapas-matseðlunum. Þar er meira að segja haldin sérstök kolkrabbahátíð, Festa do Pulpo sem fram fer annan sunnudag í ágúst í litla bænum Carballiño. Steinsnar þaðan, í Cambados, er haldin fimm daga hátíð, Festa do Albariño til heiðurs uppáhaldshvítvíni Galisíubúa. Fiesta de la Sidra Natural á sér hins vegar stað í fjórðu viku mánaðarins í nágrannahéraðinu Asturias þar sem fólk hefur mikið dálæti á eplasíder.

Eftir þessa upptalningu má bæta við að einnig er hægt að slappa af á annan hátt, til dæmis með því að taka þátt í tómatakastinu La Tomatina sem fer alltaf fram í ágúst í bænum Buñol í Valensíu.

30°C

Hæsti

19°C

Lægsti

6 dagar

Úrkoma

Í september er hvíldin frá sjóðheita sumarhitanum kærkomin og því eru staðir eins og Madrid og Sevilla ekki lengur of heitir til að dvelja á. Köldustu dagarnir í norðurhéruðunum eru yfirleitt í kringum 17°C en heitustu dagarnir á suðurströndinni geta farið yfir 30°C - svo það er nauðsynlegt að taka sólarvörnina með.

Á þessu millitímabili er tilvalið að kanna hvaða landshluta sem er á Spáni og margs konar hátíðir eiga sér þá stað. Fiesta de San Mateo er hátíð sem enginn má láta fram hjá sér fara en hún er haldin til heiðurs vínberjauppskerunnar í La Rioja-vínhéraðinu í þriðju vikunni í september. Í höfuðborg héraðsins, Logroño, er fjöldi hátíðahalda - þar má nefna möguleikann á því að kremja vínber með fótunum - og (að sjálfsögðu) fá sér yfir um nóg af heimsklassavíni. Aðrir viðburðir geta líka verið freistandi eins og tveggja vikna löng hátíð í San Sebastián, hin stórfenglega Festes de la Mercé í Barselóna sem og ein virtasta flamenco-hátíðin, Bienal de Flamenco sem er haldin til skiptis í Sevilla og Málaga.

26°C

Hæsti

17°C

Lægsti

8 dagar

Úrkoma

Þó svo sumarið virðist rétt nýliðið, líður ekki á löngu áður en vetrarsvalinn byrjar að gera vart við sig í október.. Merki þess sjást víða, þykkir frakkar, há leðurstígvél og gulleit lauf sem hylja torg borgarinnar. Í lok mánaðarins er meðalhitastigið á flestum svæðum Spánar í kringum 15 C° þó það væri hugsanlega hægt að skella sér í síðbúið strandfrí til Mallorca eða annarra Baleareyja þar sem hitinn er um tíu gráðum lægri.

Besta leiðin til að upplifa haustið á Spáni er að njóta breytinganna á hitastiginu, annað hvort með því að vappa um dýrðlega Andalúsíu-héraðið eða fara á brimbretti í ölduganginum við strönd Atlantshafsins (þá er samt betra að koma með blautbúning). Þeir sem vilja kanna fámennari slóðir geta farið í líflega Irati-skóginn í Navarre-héraðinu á norðausturlandamærunum við Frakkland. Eins er hægt að halda partýinu áfram á Fiestas del Pilar í Zaragosa. Þjóðhátíðardagur Spánar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið þann 12. október.

23°C

Hæsti

14°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Þegar veturinn í nóvember nálgast verður hitastigið á Spáni svalt og ferskt - svo það er tilvalinn tími til að heimsækja landið fyrir þá sem vilja forðast hitann. Djúpu haustlitirnir og heiðblár himinninn mynda algjörlega nýtt náttúruumhverfi sem unun er að kanna, sérstaklega á sveitasvæðunum í Andalúsíu. Hafið hins vegar í huga að staðir sem eru hátt yfir sjávarmáli í norðri eru mun kaldari og þar getur jafnvel snjóað í lok mánaðarins.

Eftir fjölda hátíða og veisluhalda á sumrin fer venjulega að hægjast um í nóvember. Að því sögðu er þó fyrsti dagur mánaðarins Allraheilagramessa - almennur frídagur þar sem hinna látnu er minnst og fólk snæðir árstíðabundna rétti. Nokkrum dögum eftir það getur áhugafólk um sérrí gert sér glaðan dag í Jerez meðan á Alþjóðlegu sérrívikunni stendur. Heimafólk í Potes - litlu þorp í nágrenni Santander - heiðra uppáhaldsdrykkinn sinn á hátíðinni Festival de Orujo. Einnig er hægt að skella sér á alþjóðlegar djasshátíðir í Granada og Madrid þar sem alls kyns viðburðir eiga sér stað yfir allan mánuðinn.

18°C

Hæsti

10°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Hitastigið er svalt í desember en fjöldi jólamarkaða er að haldinn víða um landið, allt frá Bilbao og Barselóna til Madridar og Sevilla. Þar má finna ýmsa fjársjóði eins og hefðbundna handsverksmuni, jólamuni og góðgæti eins og turrón-sælgæti og manchego-ost. Jóladagur er almennur frídagur þó beðið sé með aðalhátíðahöldin fram í janúar. Á gamlárskvöld er miklu stærra partý og Spánverjar reyna að borða 12 vínber (eitt fyrir hvert slag) þegar klukkan slær tólf á miðnætti.

Í sveitahéruðum eiga færri viðburðir sér stað en í öðrum mánuðum - tilkomumiklu jólaljósin í Málaga eru þó farin að laða gesti að, sérstaklega kvöldið sem þau eru tendruð meðfram Calle Larios-götunni. Rétt hjá, í bænum Torrox flykkjast þúsundir að þegar Migas-hátíðin fer fram - hátíð til heiðurs „migas“, einkennisrétti héraðsins. Þeir sem vilja heldur eyða vetrinum á ströndinni þurfa ekki að leita lengra en til hinna heittempruðu Kanaríeyja þar sem hitastigið er á milli 17–23°C yfir allan mánuðinn.

15°C

Hæsti

6°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig á Spáni

Hugsaðu um „Spán“ og upp í hugann koma að öllum líkindum myndir af bláum himni, hvítum sandströndum og geislandi sólskini. Þær myndir væru lýsandi fyrir mörg landsvæði en í raun er hægt að skiptaSpáni upp í fimm loftslagssvæði. Fyrst ber að nefna svala og raka svæðið við Atlantshafið sem eru heimkynni borga eins og Santander og San Sebastián. Svo eru það stóru, þurru svæðin um miðbik Spánar eins og Madrid, Valladolid og Zaragosa. Þar að auki eru það Miðjarðarhafssvæðin eins og Barselóna, Valensía og Alicante sem eru mild og sólrík á sumrin og haustin en í fjalllendinu í kringum Pýreneafjöllin og Sierras getur orðið afar kalt. Að lokum. eru það borgir í Suður-Andalúsíu eins og Malaga og Almeria sem eru mun hlýrri á þessum árstíma. Eins má ekki gleyma Kanaríeyjum sem eru nær Afríku en meginlandi Spánar enda má búast við suðrænu hitastigi þar, jafnvel á veturna.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
Madríd Hæsti 11°C 11°C 16°C 18°C 24°C 30°C 34°C 33°C 27°C 21°C 15°C 12°C
Lægsti 1°C 1°C 4°C 8°C 10°C 15°C 19°C 19°C 15°C 11°C 6°C 1°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar
Barcelona Hæsti 14°C 13°C 17°C 19°C 22°C 26°C 29°C 29°C 26°C 23°C 18°C 14°C
Lægsti 5°C 4°C 8°C 11°C 14°C 18°C 21°C 21°C 18°C 15°C 10°C 6°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar
Sevilla Hæsti 16°C 16°C 20°C 22°C 28°C 31°C 34°C 34°C 29°C 26°C 20°C 17°C
Lægsti 6°C 5°C 9°C 12°C 15°C 18°C 20°C 20°C 18°C 16°C 10°C 7°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar
Malaga Hæsti 16°C 16°C 18°C 21°C 24°C 28°C 31°C 31°C 28°C 24°C 19°C 17°C
Lægsti 7°C 7°C 9°C 12°C 14°C 18°C 20°C 22°C 19°C 16°C 11°C 8°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar
València Hæsti 17°C 16°C 19°C 21°C 25°C 28°C 30°C 30°C 28°C 25°C 20°C 17°C
Lægsti 6°C 6°C 9°C 12°C 15°C 19°C 22°C 23°C 19°C 16°C 11°C 6°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar
Granada Hæsti 14°C 13°C 18°C 21°C 26°C 30°C 34°C 34°C 29°C 24°C 18°C 15°C
Lægsti 2°C 2°C 6°C 9°C 12°C 15°C 18°C 19°C 15°C 12°C 7°C 3°C
Úrkoma 12 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 12 dagar 9 dagar 6 dagar 6 dagar 9 dagar 12 dagar 12 dagar 13 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja á Spáni

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja á Spáni í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 50 100 150 200
  • HK$ 988 jan
  • HK$ 1.110 feb
  • HK$ 1.154 mar
  • HK$ 1.249 apr
  • HK$ 1.292 maí
  • HK$ 1.431 jún
  • HK$ 1.502 júl
  • HK$ 1.510 ág
  • HK$ 1.394 sept
  • HK$ 1.319 okt
  • HK$ 1.157 nóv
  • HK$ 1.171 des
    0 50 100 150 200
  • HK$ 749 jan
  • HK$ 862 feb
  • HK$ 933 mar
  • HK$ 957 apr
  • HK$ 976 maí
  • HK$ 1.045 jún
  • HK$ 1.217 júl
  • HK$ 1.270 ág
  • HK$ 974 sept
  • HK$ 945 okt
  • HK$ 835 nóv
  • HK$ 943 des
    0 50 100 150 200
  • HK$ 254 jan
  • HK$ 290 feb
  • HK$ 327 mar
  • HK$ 364 apr
  • HK$ 378 maí
  • HK$ 405 jún
  • HK$ 405 júl
  • HK$ 399 ág
  • HK$ 366 sept
  • HK$ 368 okt
  • HK$ 312 nóv
  • HK$ 329 des
    0 50 100 150 200
  • HK$ 911 jan
  • HK$ 1.020 feb
  • HK$ 1.120 mar
  • HK$ 1.089 apr
  • HK$ 1.197 maí
  • HK$ 1.340 jún
  • HK$ 1.574 júl
  • HK$ 1.614 ág
  • HK$ 1.214 sept
  • HK$ 1.151 okt
  • HK$ 1.015 nóv
  • HK$ 1.217 des
    0 50 100 150 200
  • HK$ 593 jan
  • HK$ 659 feb
  • HK$ 709 mar
  • HK$ 734 apr
  • HK$ 782 maí
  • HK$ 825 jún
  • HK$ 873 júl
  • HK$ 893 ág
  • HK$ 801 sept
  • HK$ 768 okt
  • HK$ 686 nóv
  • HK$ 661 des

Bestu staðirnir til að heimsækja á Spáni

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna á Spáni!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt á Spáni

  翻译: