Sérsniðin aðstoð
Segðu okkur hvað er um að vera og við leiðbeinum þér í því hvað þú getur tekið til bragðs.
Hafðu samband við okkur hvenær sem er
Sendu okkur skilaboð eða hringdu í okkur – fulltrúar okkar eru alltaf til staðar.
Allt það mikilvæga á einum stað
Hringdu í gististaðinn eða sendu honum skilaboð og sjáðu allar mikilvægar upplýsingar um dvölina þína.
Já! Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum og þau eru tilgreind í afpöntunarskilmálunum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
Ef bókunin þín er með ókeypis afpöntun þarft þú ekki að greiða afpöntunargjald. Ef afpöntun á bókuninni er ekki lengur ókeypis eða bókunin er óendurgreiðanleg gæti verið að þú þurfir að greiða afpöntunargjald. Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
Yfirleitt ber gististaðurinn ábyrgð á því að gjaldfæra kortið þitt. Ef greiðslan fer hins vegar í gegnum Booking.com, kemur það skýrt fram í bókunarstaðfestingunni.
Yfirleitt máttu búast við því að greiða við innritun eða útritun á gististaðnum. Þó eru nokkrar undantekningar frá þeirri reglu, til að mynda á þeim gististöðum sem fara fram á fyrirframgreiðslu fyrir hluta upphæðarinnar eða hana alla. Þetta mun einnig koma skýrt fram í bókunarstaðfestingunni og í greiðsluskilmálum.
Ef engar skilmálar eiga við fyrirframgreiðslu gæti gististaðurinn einnig sótt um heimildabeiðni af kortinu þínu áður en dvölin hefst. Beiðnin er tímabundin og aðeins notuð til þess að sannreyna kortið og tryggja bókunina. Öfugt við raunverulega greiðslu verður heimildabeiðninni aflétt af kortinu þínu að lokum.
Já! Þú getur breytt bókuninni í gegnum staðfestingarpóstinn eða á Booking.com. Þú getur gert eftirfarandi á meðan skilmálar gististaðarins leyfa:
Breytt innritunar/útritunartímum
Breytt dagsetningu
Afpantað bókun
Breytt kreditkortaupplýsingum
Breytt upplýsingum um gest
Valið rúmtegund
Breytt herbergisgerð
Bætt við herbergi
Bætt við máltíð
Sent beiðni
Haft samband við gististaðinn
Kíktu í innhólfið, ruslpósthólfið og í ruslhólfið í tölvupóstinum. Ef þú finnur staðfestinguna ekki þar skaltu fara á síðuna booking.com/help og við sendum þér hana aftur.
Flestir gististaðir fara fram á gilt kort til þess að tryggja pöntunina. Við bjóðum hinsvegar upp á ýmsa gististaði sem munu ábyrgjast bókunina án korts. Þú getur einnig bókað með því að nota kort einhvers annars, að því gefnu að korthafi gefi leyfi fyrir slíku. Í slíkum tilfellum þarf að staðfesta nafn korthafa og að þú hafir leyfi fyrir því að nota kortið í reitinn sem merktur er „sérstakar óskir“ í bókunarferlinu.
Birt gjaldfærsla gæti verið ein af eftirfarandi:
Fyrirframheimild: Heimildarbeiðni er sótt til að athuga gildistíma korts og gæti lokað fyrir ákveðna upphæð sem svipar til heildarupphæðar bókunar á kreditkorti. Upphæðin verður bakfærð eftir ákveðinn tíma. Lengd tímans veltur á gististaðnum og þeirri kreditkortaþjónustu sem þú notar.
Trygging eða fyrirframgreiðsla: Stundum krefja gististaðir viðskiptavini um tryggingu eða fyrirframgreiðslu við gerð bókunarinnar. Þessir skilmálar eru teknir fram við gerð bókunar og einnig er hægt að sjá þá í staðfestingu bókunar. Ef þú átt rétt á ókeypis afpöntun verður þessi upphæð endurgreidd ef þú velur að afpanta bókunina.
Þjónustufulltrúar okkar eru alltaf til staðar ef þú þarft hjálp við einhver mál sem tengjast greiðslum. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síðuna booking.com/help.
Gæludýrareglur er ávallt að finna á síðu gististaðarins undir „Húsreglur“.