Upplýsingar varðandi COVID-19
Ferðalög á heimsvísu eru alltaf að breytast og nú sem aldrei fyrr er heilbrigði og hreinlæti ferðalöngum ofarlega í huga. Heilbrigði og öryggi samstarfsaðila okkar og gesta þeirra er forgangsatriði hjá okkur. Þess vegna höfum við tekið saman nokkrar gagnlegar ábendingar og upplýsingar til að veita þér hugarró þegar þú býrð þig undir ferðalög framtíðarinnar.
Fyrir ferðalanga
Margir gististaðir á Booking.com birta núna nákvæmari upplýsingar um heilbrigðis- og öryggisráðstafanir sem þeir gera. Má þar nefna ráðstafanir varðandi samskiptafjarlægð og vinnureglur um þrif á gististaðnum. Upplýsingarnar eru sýndar á skýran og samræmdan hátt til að auðvelda þér að bera saman gististaði og finna þann rétta fyrir þig. Einnig getur þú kíkt á heildarumsagnareinkunn gististaðarins fyrir hreinlæti sem byggir á reynslu fyrri gesta.
Heilsa og öryggi
- Starfsfólk fylgir öllum öryggisreglum í samræmi við leiðbeiningar yfirvalda á staðnum
- Sameiginleg ritföng og prentað efni, svo sem matseðlar, tímarit, pennar og pappír fjarlægt
- Handsótthreinsir í gistirýmum og á helstu svæðum
- Eftirlit haft með heilsufari gesta
- Sjúkrakassi til staðar
- Aðgangur að heilbrigðisstarfsfólki
- Gististaðurinn sér gestum fyrir hitamælum
- Gestir hafa aðgang að andlitsgrímum
- Lofthreinsitæki
- Snertilaus inn-/útritun
- Hægt að greiða án reiðufés
- Samskiptafjarlægð er virt
- Snjallsímaapp fyrir herbergisþjónustu
- Hlífar eða aðgangshindrun á milli starfsfólks og gesta á viðeigandi svæðum
- Sérloftkæling fyrir gistirýmið
- Notuð eru hreinsiefni sem virka gegn kórónaveirunni
- Rúmföt, handklæði og þvottur þvegin samkvæmt viðmiðunarreglum heilbrigðisyfirvalda á staðnum
- Gistirýmið er sótthreinsað á milli dvala
- Gistirýmið er innsiglað eftir þrif
- Gististaðurinn er þrifinn af ræstingarþjónustu
- Gestir geta afþakkað þrif á gistirými meðan á dvöl þeirra stendur
- Handspritt
- Samskiptafjarlægð þar sem setið er og borðað
- Hægt að fá mat sendan í gistirými
- Allir diskar, hnífapör, glös og annar borðbúnaður hefur verið sótthreinsaður
- Morgunverður í ílátum til að taka með
- Matur er afhentur í öruggum umbúðum
Almennar ferðaráðleggingar
Auk þess að skoða öryggis- og hreinlætisráðstafanir gististaðarins og umsagnir annarra gesta eru hér nokkrar ráðstafanir sem við mælum með að þú gerir:
Kynntu þér ferðatakmarkanir
Áður en þú bókar ferðina skaltu athuga hvaða ferðatakmarkanir gilda núna í heimalandi þínu og löndunum sem þú ætlar að ferðast til. Það er nauðsynlegt jafnvel þó að þú sért aðeins að ferðast í gegnum tiltekið land til að komast á endanlegan áfangastað.
Uppfærðu minnislistann fyrir ferðina
Þegar þú pakkar fyrir ferðina skaltu íhuga að taka með þér andlitsgrímur, handspritt, sótthreinsiklúta og hitamæli.
Kynntu þér ástandið varðandi kórónaveiruna (COVID-19) á staðnum
Áður en ferðalagið hefst skaltu kynna þér ástandið varðandi kórónaveiruna og sérstakar reglur sem þú þarft að vita af, svo sem um notkun almannarýma. Einnig er mikilvægt að vita hvernig þú getur nálgast heilbrigðisþjónustu á staðnum ef nauðsyn krefur. Ef þú hefur ennþá einhverjar spurningar þegar á staðinn er komið getur þú alltaf spurt starfsfólk á gististaðnum.
Haltu öruggri fjarlægð
Veldu alltaf netinnritun og greiðslur án reiðufés á meðan þú skoðar þig um á áfangastaðnum. Fylgdu fyrirmælum yfirvalda á staðnum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um samskiptafjarlægð.
Fylgstu með fréttum.
Fylgstu með nýjustu fréttum af ferðatakmörkunum og ráðleggingum yfirvalda. Hafðu í huga að þær geta breyst meðan á ferðalaginu stendur.
Vaktaðu eigin heilsu
Ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum sem eru tengd við kórónaveiruna meðan á ferðalaginu stendur skaltu einangra þig, láta starfsfólk gististaðarins vita og hafa samband við heilbrigðisyfirvöld á staðnum til að fá nánari upplýsingar.
Fyrir samstarfsaðila
Við höfum útbúið gagnlegar viðmiðunarreglur og tól til að aðstoða þig við að minnka mögulega heilsufarsáhættu og tryggja velferð starfsfólks og gesta á gististaðnum þínum.
Veittu gestum hugarró með heilbrigðis- og hreinlætisráðstöfunum
Þetta er yfirlit yfir þær heilbrigðis- og hreinlætisráðstafanir sem þú getur sýnt að þú hafir gert á Booking.com. Einnig eru upplýsingar um það hvernig best er að koma þeim á framfæri til væntanlegra gesta svo að þeir viti hverju þeir geti búist við þegar þeir gista á gististaðnum þínum.
Hreinlæti og öryggi á gististaðnum þínum
Þetta eru viðmiðunarreglur til að styðjast við svo að þú getir áfram verndað og gætt öryggis og heilbrigðis starfsfólks og gesta gististaðar þíns.
Partner Hub-síðan
Frekari gögn og upplýsingar er að finna á Partner Hub-síðunni.
Gagnlegir hlekkir
Vantar þig einhverjar upplýsingar? /
Takk fyrir að deila
Hvaða upplýsingar áttirðu von á að sjá á þessari síðu?
Takk fyrir að deila
Álitsgjöf þín hjálpar okkur að bæta þessa síðu fyrir alla gesti okkar og samstarfsaðila.
Því miður fór eitthvað úrskeiðis. Reyndu aftur.