Beint í aðalefni

Öryggisábendingar fyrir samstarfsaðila

Ábendingar til að tryggja að þú og gististaðurinn þinn njótið verndar

Ertu með spurningar um það að vera gestgjafi?

Partner Hub-síðan okkar hefur að geyma svörin við spurningunum sem brenna á þér. Þar eru svör við öllu, allt frá því hvernig hægt er að finna upplýsingar um bókanir til þess hvernig þú getur uppfært framboðið á gististaðnum þínum. Á síðunni finnur þú hjálpina sem þú þarft til að hafa umsjón með samstarfi þínu við Booking.com í kennslumyndböndum, leiðbeiningum og myndskeiðum.

Fara á Partner Hub-síðuna

Leyfðu tveggja skrefa auðkenningu á svæðinu þínu

Tveggja skrefa auðkenning („2-factor authentication“ eða „2FA“) bætir einu öryggislagi til viðbótar við svæðið þitt. Ef hætta er á að notandanafnið eða lykilorðið þitt verði berskjölduð sendir Booking.com sérstakan sannreyningarkóða í snjalltækið þitt sem þarf að sýna áður en leyfður er aðgangur að svæðinu þínu.

Fara í stillingar svæðis

Upplýsingar varðandi COVID-19

Við höfum útbúið gagnlegar viðmiðunarreglur og tól til að aðstoða þig við að minnka mögulega heilsufarsáhættu og tryggja velferð starfsfólks og gesta á gististaðnum þínum.

Lesa meira

Tryggðu öryggi þitt sem gestgjafi

Gestgjafar að undirbúa svefnherbergi fyrir nýja gesti

Vertu skýr hvað væntingar varðar

Þegar þú setur upp gestgjafasíðuna þína skaltu hafa upplýsingar um gististaðinn þinn og nágrenni hans mjög skýrar. Ef þú ert að leigja út þitt eigið heimili viltu kannski taka á móti gestunum og sýna þeim húsnæðið.

Kynnstu þeim sem von er á

Notaðu skilaboðakerfið okkar til að ræða við gestina fyrir komu. Þetta er gott tækifæri til að bæði þú og gestirnir öðlist hugarró og til að þú getir veitt frekari upplýsingar (svo sem um innritun). Ekki hika við að spyrja gestina hve margir séu í hópnum, hver sé tilgangur ferðarinnar eða hvort þetta sé í fyrsta sinn sem þeir leigi gististað. Við mælum fastlega með því að gefa gestum ekki upp persónulegar tengiliðaupplýsingar þínar fyrr en þú hefur hitt þá – reyndu að halda öllum samskiptum innan vettvangs okkar.

Settu húsreglur

Það er skynsamlegt að setja húsreglur varðandi það hvernig þú vilt að gestir komi fram. Algengt er að þær taki til gæludýra, reykinga, samkvæma og hávaða. Hægt er að velja þær á ytranetinu eða skilja eftir útprentað eintak á gististaðnum.

Gerðu kröfur til gesta

Til þess að vera viss um að þú fáir alvöru bókanir krefjumst við þess að gestir gefi upp gilt netfang, kreditkortaupplýsingar og fái góða endurgjöf eftir dvalirnar sínar. Til þess að hafa meiri stjórn á því hver getur bókað á gististaðnum þínum getur þú líka sett inn fleiri kröfur til gesta á ytranetinu.


Tryggðu öryggi gesta

Hér eru nokkrar tillögur til að þú getir undirbúið gististaðinn þinn svo að hann sé öruggur fyrir gesti. Mundu að þú gætir þurft að gera frekari ráðstafanir eftir hverju tilfelli fyrir sig.

  • Ræddu við yfirvöld á staðnum og fáðu á hreint hvaða öryggisstaðla þarf að uppfylla.
  • Ef þú ert að leigja út heimilið þitt skaltu láta nágranna þína vita áður en þú tekur á móti gestum.
  • Gefðu gestum upp mikilvægar upplýsingar sem tengjast svæðinu, svo sem símanúmer neyðarlínunnar og reglugerðir um mat og drykkjarvatn.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um það hvernig hægt er að tryggja öryggi á gististaðnum geturðu lesið greinina okkar um öryggis- og neyðarábendingar.

Bruna- og kolmónoxíðsvarnir

  • Gættu þess að neyðarútgangurinn hjá þér sé sýnilegur, að ekkert hindri aðgengi að honum og að honum sé lýst í rýmingaráætlun gististaðarins.
  • Vertu með slökkvitæki þar sem auðvelt er að ná í það og prófaðu það reglulega. Settu upp reyk- og koltvísýringsskynjara á öllum hæðum og jafnvel úðarakerfi.
  • Gættu þess að gaseldavélar, vatnshitarar og önnur rafmagnstæki séu hreinsuð og yfirfarin reglulega. Passaðu upp á að ventillinn til að loka fyrir gas sé auðveldlega aðgengilegur.

Rafmagnsöryggi og aðrar hættur

  • Lokaðu fyrir ónotuð rafmagnsúttök með öryggistöppum.
  • Farðu reglulega yfir heimilistækin þín til að skyggnast eftir biluðum rofum, innstungum og trosnuðum snúrum.
  • Skiptu um snúrur og leiðslur sem eru komnar til ára sinna, ekki hylja þær og haltu þeim fjarri öðrum hlutum.

Öryggi barna

  • Settu upp barnalæsingar og hlið sem hægt er að fjarlægja á dyr, glugga, skúffur, heimilistæki og þar sem fallhætta er.
  • Skoðaðu vel handrið og rimla á öllum stigum, svölum, veröndum og gangstígum til að vera viss um að þau séu traust og vel fest.
  • Gefðu gestum þínum upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við bráðamóttökur og barnalækna á staðnum.

Tryggðu öryggi gististaðarins

Faðir og tvö ung börn hans að borða morgunverð

Undirbúðu gististaðinn

Settu verðmæti eða sérstaklega persónulega muni á öruggan stað ef þú ert að leigja út einkaheimilið þitt. Ef þú vilt meiri fullvissu um að húsnæðið þitt verði ekki fyrir tjóni og að gestir viti að hverju þeir gangi getur þú einnig verið með tjónatryggingu.

Athugaðu tryggingarnar þínar

Það eru mjög litlar líkur á því að gestir valdi tjóni á gististaðnum þínum en það er skynsamlegt að tryggja þig gegn óvæntum uppákomum. Venjuleg heimilistrygging nær ekki alltaf yfir skammtímaleigu til annarra aðila og því skaltu hafa samband við tryggingarfyrirtækið þitt til að athuga hvort þú þurfir viðbótartryggingu.

Vantar þig einhverjar upplýsingar? /

Takk fyrir að deila


Haltu svæðinu þínu öruggu

Svona getur þú verndað þig á netinu

Við erum stöðugt að fylgjast með ógnunum við netöryggi og styrkja öryggisviðbúnað okkar til þess að vera skrefi á undan. Við notumst við viðtekin öryggisferli til að vernda og tryggja svæðið þitt á Booking.com.

Sem notandi vettvangs okkar getur þú einnig hjálpað okkur við að vernda svæðin þín og auðkennisupplýsingar þínar með því að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum, SMS-skilaboðum eða WhatsApp-skilaboðum sem innihalda hlekki og/eða viðhengi, biðja þig um að þú innskráir þig eða að slá inn persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar. Nánari upplýsingar um vefveiðar (e. „phishing“) er að finna hér.

Einstaklingar gætu líka reynt að fá aðgang að svæðisupplýsingunum þínum með símtali eða í eigin persónu, en það kallast „samskiptablekkingar“.

Ef þú tekur nokkurn tímann eftir grunsamlegu atferli skaltu ekki hika við að tilkynna okkur það undir eins.

Hafa samband við Booking.com

Verndaðu svæðið þitt með tveggja skrefa auðkenningu

Leyfðu tveggja skrefa auðkenningu á svæðinu þínu

Tveggja skrefa auðkenning („2-factor authentication“ eða „2FA“) bætir einu öryggislagi til viðbótar við svæðið þitt. Ef hætta er á að notandanafnið eða lykilorðið þitt verði berskjölduð sendir Booking.com sérstakan sannreyningarkóða í snjalltækið þitt sem þarf að sýna áður en leyfður er aðgangur að svæðinu þínu.

Vinsamlegast hafðu í huga að starfsfólk þjónustudeildar okkar myndu bara biðja þig um að gefa upp auðkenni gististaðarins. Þjónustudeild okkar myndi ekki biðja þig um að gefa upp lykilorðið fyrir svæðið þitt á Booking.com eða aðrar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmerið þitt.

Viltu vita meira?

Skoðaðu greinina okkar um það hvernig koma má í veg fyrir óheimilan aðgang að svæðinu þínu til að fá fleiri öryggisábendingar.


Hvað á að gera ef vandamál kemur upp

Misferli gesta

  • Tilkynntu það fyrst til yfirvalda: Ef um er að ræða ofbeldisfulla hegðun gesta – hvort sem ofbeldið er munnlegt eða líkamlegt – skaltu hafa samband við yfirvöld undir eins. Geymdu allar lögregluskýrslur eða önnur skjöl sem tengjast málinu því þau geta komið að gagni við úrvinnslu málsins.
  • Tilkynntu okkur það síðan: Ef svo ólíklega vill til að þú lendir í ofbeldisfullri hegðun, misferli eða annarri ólögmætri hegðun af hálfu gesta er mikilvægt að við fáum að vita af því. Tilkynntu okkur það til að hjálpa okkur að vernda þig og aðra samstarfsaðila okkar í framtíðinni.
Lesa meira um misferli gesta

Að halda eftir tjónatryggingunni

Ef þú hefur þegar innheimt tjónatryggingu hefur þú rétt á að halda henni í þeim tilfellum þar sem sannað er að gesturinn hafi valdið skemmdum.

Lesa meira um tjónatryggingar

Viðbrögð við hamförum

Við leitum sífellt nýrra leiða til að veita samstarfsaðilum okkar og gestum stuðning þegar eitthvað fer úrskeiðis. Starfsfólk okkar vinnur með opinberu starfsfólki og stofnunum um allan heim til að veita aðstoð á staðnum þegar til hamfara kemur.

Ef til náttúruhamfara eða alvarlegra óöruggra aðstæða kemur leggur Booking.com mat á þau áhrif sem aðstæðurnar hafa haft á þig sem hluta af hamfaraviðbrögðum okkar. Þú getur átt von á að við höfum samband við þig til að athuga hvort allt sé í lagi hjá þér (og hvort þú getir enn tekið við gestum).

Hafa samband við Booking.com

Vantar þig einhverjar upplýsingar? /

Takk fyrir að deila


Þessi grein er eingöngu ætluð til upplýsingar og felur ekki sér neina lögfræðilega ráðgjöf, réttindi eða ábyrgð. Vinsamlegast hafðu í huga að þú gætir þurft að gera viðbótarráðstafanir í sérstökum tilfellum.
  翻译: