Gildi okkar og viðmiðunarreglur
Stöðluð vinnubrögð sem veita örugga og góða ferðaupplifun fyrir alla
Virðing í farteskinu
Virðing
Við ætlumst til þess að starfsfólk okkar, viðskiptavinir og samstarfsaðilar komi fram við aðra af virðingu. Við umberum ekki áreitni, mismunun, hatursorðræðu, meðvitaða misvísun, líkamlegt ofbeldi eða aðra slíka ógnandi eða ósiðsamlega hegðun.
Samfélag
Þegar þú dvelur á gististað eða nýtir þér aðra þjónustu Booking.com biðjum við þig að sýna fólkinu í kringum þig tillitssemi. Reyndu að takmarka/halda í lágmarki öllum hávaða sem gæti ónáðað nágrannana, fylgdu lögum og hefðum staðarins og hafðu í huga að hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið.
Heilindi
Við hjá Booking.com ætlumst til þess að samstarfsaðilar okkar og viðskiptavinir eigi heiðarleg og fagmannleg viðskipti á vettvangi okkar, gefi ekki villandi mynd af sér og virði samninga sem þeir gera sín á milli.
Ferðastu á öruggan hátt
Við fylgjum lögum
Booking.com umber ekki þjófnað, skemmdarverk, glæpsamlegan verknað eða kúgun. Hvers konar ólöglegur eða háskalegur verknaður getur orðið til þess að svæðinu þínu og/eða gististaðnum þínum verði lokað.
Öryggi á staðnum
Hjá Booking.com er öryggi gesta okkar, samstarfsaðila og starfsfólks í fyrirrúmi. Það má hvorki taka þátt í né stuðla að neinum verknaði sem getur skaðað annan einstakling eða sem getur túlkast sem dýraníð.
Velferð dýra
Booking.com líður ekki dýraníð. Ætlast er til þess að gestir, samstarfsaðilar og starfsfólk Booking.com sýni bæði húsdýrum og villtum dýrum virðingu og veiti dýrum lífsskilyrði sem fylgja leiðbeiningum okkar um velferð dýra.
Gagnavernd og friðhelgi
Persónuupplýsingar
Booking.com lætur ekki viðgangast að samstarfsaðilar eða hlutdeildaraðilar noti persónuupplýsingar annarra ef það brýtur í bága við samning okkar og/eða tilheyrandi lög.
Viðmiðunarreglur um myndbands- og hljóðupptökur
- Á meðan þú nýtir þér eða býður upp á þjónustu á Booking.com skaltu hafa persónulegt rými annarra í huga og virða friðhelgi og persónulega muni þeirra. Ef þú gistir á hóteli eða heimili fólks skaltu ganga um gististaðinn af virðingu og fylgja húsreglum.
- Einungis er leyfilegt að setja upp myndavélar á gististöðum á almenningssvæðum og þær þurfa að vera sýnilegar og gestum sagt frá þeim fyrir dvölina.
Friðhelgi þín
- Friðhelgi: Við hjá Booking.com beitum okkur fyrir því að veita bestu notendaupplifunina fyrir alla sem nota ferðaþjónustuna okkar. Það þýðir að við tökum friðhelgi alvarlega og leggjum áherslu á að verja og vernda friðhelgi þína í samræmi við trúnaðar- og fótsporsyfirlýsingu okkar og tilheyrandi lög.
- Það er okkur mikilvægt að gögn þín séu örugg. Þess vegna verndar Booking.com persónuupplýsingarnar þínar og kreditkortaupplýsingar samkvæmt tilheyrandi lögum, þar á meðal GDPR-persónuverndarlöggjöfinni og stöðlum um gagnaöryggi greiðslukortaiðnaðarins (PCI DSS).
Vantar þig einhverjar upplýsingar? /
Takk fyrir að deila
Hvaða upplýsingar áttirðu von á að sjá á þessari síðu?
Takk fyrir að deila
Álitsgjöf þín hjálpar okkur að bæta þessa síðu fyrir alla gesti okkar og samstarfsaðila.
Því miður fór eitthvað úrskeiðis. Reyndu aftur.