Samfélagsleiðbeiningar
Virðing
Hluti af okkar verkefni er að auðvelda öllum að upplifa heiminn og skuldbindum við okkur til að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir ólöglega hlutdrægni, mismunun, þröngsýni, áreitni og misnotkun á vettvöngum okkar. Skilmálar okkar gegn mismunun tryggja að við höfum ferli til staðar til að vernda þig, gesti þína, starfsfólk og gististaðinn þinn. Við viljum að allir viðskiptavinir okkar finni fyrir öruggi og virðingu. Hegðun sem stuðlar að ofbeldi, hatursorðræðu eða hatri gegn einstaklingum eða hópum sem byggir á því hverjir þeir eru er með öllu óásættanlegt. Þetta á við um alla mismunun, svo sem ranglæti eða óviðeigandi meðferð sem byggir á persónulegum einkennum. Þessi einkenni fela í sér kynþátt, húðlit, tungumál, þjóðerni eða félagslegan uppruna, trú, stjórnmálaskoðanir, eignarhald, kynhneigð eða andlega eða líkamlega eiginleika, kyn, kynvitund eða tjáningu, hjónabands- eða fjölskyldustöðu, heilsu, búsetu eða félags- eða efnahagslega stöðu. Jafnvel þegar þú hefur lögmætar eða réttmætar ástæður fyrir því að taka ekki við bókun getur það valdið gestum vandræðum og óþægindum. Þú ættir að gera allt sem í þínu valdi stendur til að taka á móti gestum af hvaða bakgrunni sem er. Þú berð ábyrgð á að tryggja öruggt umhverfi og að koma í veg fyrir hegðun og starfshætti sem geta valdið, leitt til eða eru líkleg til að leiða til líkamlegs, andlegs, kynferðislegs eða efnahagslegs skaða. Þetta á við (en takmarkast ekki við) kyn- eða kynþáttabundið ofbeldi, áreitni og líkamsárásir.
Enginn, hvorki samstarfsaðilar, gestir né framtíðargestir, ætti að sæta ranglátri meðferð eða mismunun sem byggir á, en takmarkast ekki við, eftirfarandi einkenni:
- Kynþátt, húðlit, tungumál, þjóðerni eða samfélagslegan uppruna, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, eignastöðu, kynhneigð, andlega eða líkamlega eiginleika, kyi, kynvitund eða tjáningu, hjúskapar- eða fjölskyldustöðu, heilsu, búsetu eða félagslega eða efnahagstengda stöðu.
- Þegar raunveruleg eða skynjuð fötlun er til staðar, til dæmis með því að rukka gesti aukalega vegna fötlunar (þar á meðal að taka gæludýragjöld ef gestur er með þjónustu- eða aðstoðardýr) eða að neita þjónustu- eða aðstoðardýri aðgengi.
- Raunverulegur eða skynjaður aldur, til dæmis með því að rukka ákveðinn aldurshóp gesta aukalega. En þú getur sett sanngjarnan lágmarksaldur fyrir gesti sem innrita sig eða dvelja á gististaðnum svo lengi sem þau mörk gilda um alla gesti, eins og tilgreint er í skilmálum gististaðarins á vettvangi okkar og samþykkt samkvæmt gildandi lögum.
- Ekki er leyfilegt að áreita einstaklinga eða hópa fólks, beita þá ofbeldi eða neinni tegund af áreitni, þ.m.t. kynferðislegu áreiti og öðru ofbeldi sem tengist kyni.
- Hér má finna viðbótarefni fyrir samstarfsaðila
Vantar þig einhverjar upplýsingar? /
Takk fyrir að deila
Hvaða upplýsingar áttirðu von á að sjá á þessari síðu?
Takk fyrir að deila
Álitsgjöf þín hjálpar okkur að bæta þessa síðu fyrir alla gesti okkar og samstarfsaðila.
Því miður fór eitthvað úrskeiðis. Reyndu aftur.
Öryggi
Líkamlegt öryggi
Markmið okkar er að bjóða upp á alhliða, alþjóðlegt ferðasamfélag og við viljum að gestir og samstarfsaðilar okkar geti átt í samskiptum og deilt ferðaupplifun af virðingu, trausti og öryggi. Hver einstaklingur hefur rétt á og má búast við því að líkamleg velferð sé varðveitt og án ofbeldis, skaða eða misnotkunar. Við tökum ásökunum um líkamlega og kynferðislega misnotkun mjög alvarlega. Slík hegðun, sem nær yfir allar aðgerðir sem skaða eða ógna annarri manneskju, er stranglega bönnuð þar sem hún brýtur í bága við öryggiskröfur okkar og reglur.
Notkun á hlutum eða efnum sem teljast til vopna eða verkfærum sem má notfæra sér til óæskilegrar hegðunar, þar á meðal aðgerða til að skaða einhvern, eru einnig brot á reglum og viðmiðum samfélagsins okkar. Við ætlumst til þess að samstarfsaðilar okkar og gestir þeirra forgangsraði velferð og öryggi allra sem eiga hlut að máli. Þú ættir ekki að taka þátt í eða hvetja til hegðunar sem skaðar, ógnar eða sýnir ásetning til að skaða einstaklinga eða valda skemmdum á eignum.
Óásættanleg hegðun felur í sér (en takmarkast ekki við) eftirfarandi:
- Líkamlegt ofbeldi: Líkamleg ógn, vísvitandi skemmdir á gististaðnum og/eða persónulegum eignum, hótanir um líkamlegt ofbeldi og notkun líkamlegs ofbeldis til að fá einstaklinga til að gera eitthvað gegn vilja sínum.
- Að nota hluti sem vopn: Að hóta eða notfæra sér hlut til að skaða einhvern.
- Ofbeldishótanir: Að ógna eða hóta öðrum einstaklingi kynferðislegum eða líkamlegum skaða, óháð því hvort hótunin er gerð að raunveruleika.
- Kynferðisleg misnotkun og misferli: Að gefa merki um eða gera óæskilegar athugasemdir, þar á meðal að fara fram á kynferðilegt athæfi, sýna ósæmandi efni eða bera sig óæskilega, að snerta eða að kyssa einstaklings án beins samþykkis eða kynferðisofbeldi eða hótanir um kynferðislegt ofbeldi.
- Líkamleg snerting án samþykkis: Öll óvænt líkamlegt snerting, þar á meðal káf, snerting eða önnur kynferðisleg líkamsárás.
- Kynferðisleg misnotkun á börnum: Kynferðisleg misnotkun eða tilraun til kynferðislegrar misnotkunar á börnum og ólögráða einstaklingum með því að misnota viðkvæma stöðu eða traust barns.
- Brot á mannréttindum: Mismunun sem byggir á persónulegum einkennum, ofbeldisfullir glæpir, mansal, brot á lagakerfi og eignatengd málefni svo sem nauðungarbrottvísanir, landtaka, o.s.frv.
- Nútímaþrælkun: Brot á réttindum annarra, þar á meðal þrælahald, mansal, nauðungarvinna, skuldaánauð, þrælahald í tengslum við uppruna, þrælkunaránauð, barnaþrælkun og þvingað hjónaband.
Öryggishættur
Við tökum öryggi gesta okkar og samstarfsaðila alvarlega. Samstarfsaðilum ber skylda til að tryggja að gististaðurinn sé laus við hættu og bjóða gestum upp á öruggt umhverfi. Ef þú heldur ekki gististaðnum áhættulausum stofnar þú gestum og starfsfólki í hættu. Til að tryggja öryggi og vellíðan allra þeirra sem dvelja á staðnum ætlumst við til þess að þú, starfsfólk þitt og gestir þínir sýni varkárni á staðnum til að forðast að skapa mögulega öryggishættu.
Dæmi um hegðun sem setur gesti og starfsfólk í hættu eru meðal annars:
- Vanræksla viðgerða: Að hunsa eða fresta nauðsynlegum viðgerðum sem geta stofnað gestum og starfsfólki í hættu, svo sem brotin handrið, gallaðir vírar eða vatnslekar.
- Skortur á öryggisbúnaði: Gististaðinn vantar reykskynjara, koltvísýringsskynjara eða eldvarnarbúnað þar sem þess er krafist samkvæmt staðbundnum lögum, reglugerðum og samningi þínum við okkur.
- Vanræksla á tilkynningarskyldu: Að upplýsa ekki um ákveðnar hættur á gististaðnum, eins og framkvæmdarsvæði innan gististaðarins, skort á gluggaöryggisbúnaði í háhýsum eða skort á girðingum í kringum sundlaugar.
- Hindrun útgönguleiða: Að hindra eða læsa mögulegum neyðarútgönguleiðum og þar af leiðandi hindra örugga rýmingu í neyðartilvikum.
- Óörugg geymsla: Geymsla hættulegra efna eða geymsla hættulegra efna á óafgirtum svæðum án þess hafa viðeigandi merkingar og öryggisráðstafanir.
- Óörugg aðstaða: Að bjóða upp á aðstöðu á borð við heita potta, sundlaugar eða gufuböð án öryggisráðstafana eða viðhalds samkvæmt staðbundnum reglum og reglugerðum framleiðenda.
- Mengaður matur eða vatn: Að bjóða upp á mat eða vatn án viðeigandi öryggisráðstafana og hreinlæti, sem gæti leitt til vímu, veikinda eða dauða.
Velferð dýra
Við líðum ekki grimmd gagnvart dýrum og misnotkun dýra. Við skráum aðeins gististaði eða afþreyingu ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem dýragarða eða sædýrasöfn sem eru meðlimir viðurkenndra stofnana. Samstarfsaðilar verða að virða bæði húsdýr og villt dýr og tryggja að lífsskilyrði þeirra uppfylli kröfur okkar um dýravelferð.
Vantar þig einhverjar upplýsingar? /
Takk fyrir að deila
Hvaða upplýsingar áttirðu von á að sjá á þessari síðu?
Takk fyrir að deila
Álitsgjöf þín hjálpar okkur að bæta þessa síðu fyrir alla gesti okkar og samstarfsaðila.
Því miður fór eitthvað úrskeiðis. Reyndu aftur.
Friðhelgi
Það skiptir okkur máli að friðhelgi samstarfsaðila okkar og gesta sé virt. Trúnaðaryfirlýsing okkar hjálpar til við að auka traust og tryggja öryggi allra.
Friðhelgi á netinu: Við tökum friðhelgi og gagnavernd alvarlega, sem er í samræmi við viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu okkar. Allir eiga rétt á friðhelgi á meðan þeir nota eða bjóða upp á þjónustu á vettvangi okkar.
Líkamleg friðhelgi: Þegar samskipti eiga sér stað er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir persónulegi rými einstaklinga, eignum og persónulegum upplýsingum og að virða einkalíf annarra. Það er stranglega bannað að ganga viljandi eða óviljandi á friðhelgi annarra. Hugmyndin um einkarými felur í sér skilning og virðingu á mörkum annarra til að tryggja jákvæð samskipti sem báðir aðilar eru sáttir við. Hér eru nokkur atriði sem skilgreina persónulegt rými og gagnavernd.
Mörk á persónulegu rými
- Persónulegt rými gesta: Þetta eru sérstök rými fyrir gesti sem samstarfsaðilar ættu að gefa skýra lýsingu á. Dæmi um persónuleg rými gesta eru baðherbergi, svefnherbergi, hótelherbergi, rúm á farfuglaheimilum, hylkisrúm eða svefnherbergi með mörgum hylkisrúmum eða önnur einstök rými sem gesturinn leigir.
- Einkarými samstarfsaðila: Þetta eru ákveðin svæði fyrir samstarfsaðila sem samstarfsaðilar ættu að skilgreina og hafa skýr samskipti um við ferðalanga. Við mælum með því að setja upp og deila húsreglum til að koma til móts við friðhelgi. Þær ættu að tilgreina þau svæði þar sem gestir og samstarfsaðilar geta búist við næði.
Notkun á eftirlitstækjum og eftirlitsmyndavélum
- Staðsetning eftirlitstækja: Gakktu úr skugga um að öll eftirlitstæki á gististaðnum þínum séu í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir, þar á meðal, en ekki takmarkað við, trúnaðarlög. Þessi tæki eru aðeins notuð til öryggis og til eftirlits á sameiginlegum svæðum, svo sem inngöngum, göngum, bílastæðum og almenningssvæðum.
- Tækin mega ekki stofna friðhelgi gesta í hættu. Ekki má setja þau upp á svæði þar sem gestir búast við næði, svo sem stofu eða eldhúsi á einkaleigugististað eða nektarsundlaug, heilsulind eða í gufubaði. Þessi grein á Partner Hub-síðunni veitir frekari upplýsingar um leiðbeiningar um uppsetningu eftirlitstækja.
- Þegar samstarfsaðilar hafa sett upp eftirlitstæki á gististaðnum sínum þurfa þeir að gefa það upp á gististaðasíðunni svo gestir geti tekið upplýstar ákvarðanir.
Dæmi um óviðunandi hegðun er meðal annars (en takmarkast ekki við) eftirfarandi:
- Að fara inn í einkarými annarra.
- Að fara inn á einkasvæði, eða þar sem búist er við næði, án leyfis eða meðvitundar viðeigandi aðila.
- Að koma fyrir földum eftirlitstækjum og/eða eftirlitstækjum sem ekki er látið viðeigandi aðila vita af.
- Að setja upp eftirlitstæki þar sem friðhelgi er vænst.
- Upptökur eða ljósmyndun án samþykkis viðeigandi aðila.
- Að fara í gegnum persónulegar eigur einhvers, til dæmis:
- Sem gestur: Læsta skápa samstarfsaðila, bréfpóst, gleymdar töskur, veski o.s.frv.
- Sem samstarfsaðili: Bakpoka gesta, farangur, töskur/veski o.s.frv.
- Að deila upplýsingum eða að hóta að deila persónulegum upplýsingum eða gögnum um aðra einstaklinga
Gagnavernd
Óásættanleg hegðun felur í sér (en takmarkast ekki við) eftirfarandi:
- Efni sem gæti sett gesti okkar og aðra skráða einstaklinga í aukna hættu, svo sem gestir eða samstarfsaðilar sem deila persónuupplýsingum um aðra einstaklinga, þar á meðal en ekki takmarkað við viðkvæmar og sérstakar persónuupplýsingar. Þetta á einnig við um númer greiðslukorta, kennitölur, númer ökuskírteina eða önnur leyfisnúmer, heimilisföng eða hvers kyns upplýsingar sem ekki eru aðgengilegar almenningi.
- Óábyrg geymsla, notkun eða meðhöndlun persónuupplýsinga er óviðunandi. Óábyrg geymsla á við um allar þær starfsvenjur eða aðstæður þar sem viðkvæmar upplýsingar, eins og gögn um gesti, eru varðar á ófullnægjandi hátt eða skildar eftir þar sem þær eru viðkvæmar fyrir óviðkomandi aðgangi. Sem dæmi um þetta er að skilja eftir gögn um gesti í móttökunni þar sem einstaklingar sem ættu ekki að hafa aðgang að slíkum upplýsingum geta auðveldlega skoðað þau eða fengið aðgang að þeim.
Vantar þig einhverjar upplýsingar? /
Takk fyrir að deila
Hvaða upplýsingar áttirðu von á að sjá á þessari síðu?
Takk fyrir að deila
Álitsgjöf þín hjálpar okkur að bæta þessa síðu fyrir alla gesti okkar og samstarfsaðila.
Því miður fór eitthvað úrskeiðis. Reyndu aftur.