Central Bank of Iceland’s Post

Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Sérritið er í formi umræðuskýrslu sem hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. https://lnkd.in/drbn3x8r

Aron Heiðar Steinsson

An Project manager with a background in electrical engineering, business and administration

1mo

Þó að vöxtur kerfisins sé óumdeilanlegur með 7.710 milljarða króna eignasafn, veldur samþjöppun verulegum áhyggjum, þar sem þrír stærstu sjóðirnir fara með helmingshlutdeild. Mikilvægt er að ræða hvernig þetta getur haft áhrif á samkeppni og fjármálastöðugleika. Auk þess þarf að huga að vaxandi fjárfestingarþörf sjóðanna og áhrifum af erlendum fjárfestingum sem geta sveiflað gengi krónunnar. Regluumbætur og skynsamleg áhættustýring þurfa að vera í forgrunni til að tryggja öflugt og ábyrgt lífeyriskerfi til framtíðar.

Like
Reply
Finnur Sveinbjornsson

Governance and sustainability enthusiast

1mo

Þörf og góð skýrsla. Mikið vona ég að hún leiði til tímabærra úrbóta á lífeyrissjóðalöggjöfinni í samræmi við hugmyndir Seðlabankans. Samkvæmt nýjustu tölum nema eignir lífeyrissjóðanna um 7.900 ma.kr. Á sama tíma námu eignir banka og sparisjóða um 5.700 ma.kr. Af þessu sést glöggt hversu stórt lífeyrissjóðakerfið er.

Like
Reply
See more comments

To view or add a comment, sign in

Explore topics