Í janúar hlutum við vottun frá Great Place to Work um starfsánægju og frábæra vinnustaðamenningu hjá Orkunni. Nú höfum við hlotið aðra vottun sem frábær vinnustaður fyrir konur 2024. Við leggjum áherslu á jafnrétti kynjanna og erum stolt af því að vera með sterkar fyrirmyndir og orkumiklar konur í bleika liðinu💖 Great Place to Work Iceland eru samtök sem votta fyrirtæki sem eru að ryðja brautina fyrir jafnrétti kynjanna á vinnustað. Þetta er okkur mikilvæg viðurkenning og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Framtíðin er svo sannarlega bleik og orkumikil✨
Þið eruð frábær!