Fjölnotendanetleikur

Fjölnotendanetleikur (oft skammstafað með MMO eða MMOG) er tölvuleikur þar sem margir notendur geta spilað leikinn samtímis þar sem þeir eru tengdir saman gegnum Internetið. Vanalega er í leiknum að minnsta kosti einn leikheimur (e. persistant world) sem breytist ekki. Í MMOG leikjum geta margir spilarar unnið saman og keppt við hvern annan. Slíkir leikir eru á ýmsum tækjum sem hægt er að nettengja svo sem borðtölvum, leikjatölvum, snjallsímum og öðrum fartækjum.

Wikipedia
Wikipedia
  翻译: