Samorka’s cover photo
Samorka

Samorka

Civic and Social Organizations

Reykjavík, Capital Region 331 followers

Icelandic Energy and Utilities

About us

Samorka is a federation of energy and utility companies in Iceland. All district heating services and electric-works, most waterworks and most sewage utilities in the country are members of Samorka.

Website
http://www.samorka.is
Industry
Civic and Social Organizations
Company size
2-10 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region
Type
Nonprofit
Founded
1995
Specialties
Energy, Renewables, NGO, Utilities, Wastewater, and Water

Locations

  • Primary

    Borgartún 35

    3. hæð

    Reykjavík, Capital Region 105, IS

    Get directions

Employees at Samorka

Updates

  • Það var okkur sönn ánægja að styrkja útgáfu bókarinnar Okkar dulda orka, sem hefur verið gefin út á vegum Baseload Power Iceland. Í bókinni kynnumst við söguhetjunum Glóð, Blæ, Sunnu, Sæ og Bergi sem kenna okkur hvernig nýting á endurnýjanlegri orku getur komið jörðinni í betra jafnvægi. Bókin er ætluð sem vitundarvakning á heimsvísu um mikilvægi jarðvarmans sem endurnýjanlegs orkugjafa. Bókin veitir einstakt tækifæri til að ræða við börn á skemmtilegan og upplýsandi hátt um mikilvægi orkunnar í daglegu lífi, sem og um hvaðan endurnýjanleg orka kemur. Bókin fæst í völdum bókabúðum Pennans Eymundssonar og Forlagsins. Myndirnar eru frá útgáfuhófi í Elliðaárstöð á fimmtudaginn! Við vonum að þið njótið lestursins!

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
      +7
  • Samorka reposted this

    Today is the day! We’re proud to announce the launch of "Okkar dulda orka", the Icelandic edition of our children’s book about renewable energy, in collaboration with Samorka. The book introduces kids to different types of renewable energy and how they work together to power our society for a planet in balance. "Through education like this, we can help children understand of the origins and value of these energy sources and encourage them to treat access to renewable energy with responsibility and respect," says Marta Rós Karlsdóttir, our Managing Director. And as we educate our children, we might just enlighten a few adults as well, don't you think?

    • No alternative text description for this image
  • Til hamingju, Carbon Recycling International, með Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024! Ný og einkaleyfavarin tækni CRI, Emissions-to-Liquids (ETL) sem breytir koltvísýringi úr iðnaði og vetni í raf-metanól, hefur þegar sannað gildi sitt á alþjóðavísu. Á næsta ári tekur til starfa ný verksmiðja hjá samstarfsaðilum CRI sem mun auka árlega endurvinnslu CO₂ úr 310,000 tonnum í 565,000 tonn og er sú verksmiðja hluti af stærsta rafeldsneytisverkefni á heimsvísu. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með því að bjóða lausnir sem stuðla að sjálfbærni og hringrásarhagkerfi, er CRI leiðandi í að umbreyta áskorunum samtímans í verðmætasköpun. Fyrirtækið er verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Samorku 2024 fyrir framúrskarandi árangur í nýtingu auðlinda og stuðning við sjálfbærni í orku- og veitugeiranum.“ Öflug nýsköpun er lykilatriði í þeim áskorunum og verkefnum sem blasa við heiminum öllum þegar skipta á út jarðefnaeldsneyti fyrir græna orku. Án nýsköpunar munu markmið um orkuskipti og aukna sjálfbærni ekki nást. Alls bárust átta tilnefningar til Nýsköpunarverðlaunanna sem ber gróskunni, frumkvæðinu og hugvitinu sem býr í íslenskum fyrirtækjum gott vitni. Það ætti að vera okkur öllum mikil fyrirmynd og hvatning og sýnir vonandi ungu fólki að orku- og veitugeirinn er spennandi starfsvettvangur. Þar er hægt að leggja sitt af mörkum við að móta græna, sjálfbæra framtíð!

    • No alternative text description for this image
  • Nýsköpun í orku- og veitutengdri starfsemi er lykilatriði í þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við í heiminum í dag. Nýsköpun getur leitt til betri nýtingar á auðlindum sem minnkar sóun, eykur skilvirkni og leitt til nýrrar tækni sem er nauðsynleg nú þegar við stöndum frammi fyrir álíka umbyltingu sem orkuskiptin eru. Á Íslandi eru fjölmörg öflug nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem vinna að nýsköpun á sviði orku- og veitumála. Með Nýsköpunarverðlaunum okkar viljum við hampa því sem vel er gert og minna á að orku- og veitugeirinn er suðupottur hugmynda og lausna sem koma til með að stuðla að orkuskiptum á Íslandi og jafnvel um allan heim. Tækifærin eru fjölmörg fyrir íslensk nýsköpunarfyrirtæki á þessu sviði vítt og breitt í hinum stóra heimi og á fundinum okkar á morgun munum við beina sjónum að þeim með Rikki Rikardsson, Rósbjörg Jónsdóttir og Marta Rós Karlsdóttir, auk þess sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhendir einu framúrskarandi fyrirtæki Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024. Öll eru velkomin í Grósku á morgun, fimmtudaginn 12. desember, milli kl. 15 og 16. https://lnkd.in/dgkkGtMH

    • No alternative text description for this image
  • Ert þú í orku- og/eða veitutengdri nýsköpun? Samorka óskar eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna Samorku, sem afhent verða á opnum fundi þann 12. desember í Grósku. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Nýsköpun verður áfram gríðarlega mikilvæg í þeim umbreytingum á orku- og veitukerfum landsins sem framundan eru. Við hjá Samorku viljum hvetja fólk áfram í orku- og veitutengdri nýsköpun og hampa því fjölbreytta og gróskumikla starfi sem unnið er með svona viðurkenningu. Nánari upplýsingar: https://lnkd.in/eccR7CPj

    • No alternative text description for this image
  • Vindorka er þeim kostum búin að hægt er að þróa og byggja vindorkuver hraðar en þekkist við nýtingu vatnsafls og jarðvarma, auk þess sem vindorkuver eru að mestu afturkræfar framkvæmdir í landslagi og náttúru. Vindorka er því góð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag og tækifæri til að uppfylla þarfir þjóðarinnar fyrir græna orku á fjölbreyttari máta en nú er gert. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku skrifar á visir.is í dag. https://lnkd.in/dVrtqU7A

  • Nýr þríleikur í hlaðvarpi Samorku! Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa reynt gríðarlega á orku- og veituinnviði þjóðarinnar, en ekki síður á fólkið sem staðið hefur í ströngu við að halda þeim gangandi. Í þríleiknum má heyra þrjár ólíkar sögur sem allar fléttast saman. Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets, Guðmundur Helgi Albertsson hjá HS Veitum og Jóhannes Steinar Kristjánsson hjá HS Orku ræða við Lovísa Árnadóttir um undirbúning, viðbragð og lausnir á áhrifum jarðhræringanna, Petra Einarsdóttir mannauðsstjóri HS Orku ræðir um áhrif hamfaranna á starfsfólk og daglegan rekstur hjá HS Orku og svo ræða upplýsingafulltrúarnir Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti, Birna Lárusdóttir hjá HS Orku og Sigrún Inga Ævarsdóttir hjá HS Veitum um mikilvægi góðrar og ábyrgrar upplýsingagjafar þegar mikið liggur við. Við vonum að þið hafið gagn og gaman að. Landsnet HS Orka HS Veitur https://lnkd.in/d57PEbHX

  • Samorka leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum verkefnastjóra stefnumótunar og hagsmunagæslu. Um er að ræða spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða stefnumótun, innleiðingu stefnu og hagsmunagæslu samtakanna á sviði orku- og veitumálefna. Viðkomandi mun taka þátt í mótun starfsumhverfis orku- og veitugeirans og eiga í miklum samskiptum við kröftug aðildarfélög, stjórnvöld og haghafa samtakanna. Við hvetjum öll til að kíkja á atvinnuauglýsinguna okkar 👇

Similar pages