Það var okkur sönn ánægja að styrkja útgáfu bókarinnar Okkar dulda orka, sem hefur verið gefin út á vegum Baseload Power Iceland. Í bókinni kynnumst við söguhetjunum Glóð, Blæ, Sunnu, Sæ og Bergi sem kenna okkur hvernig nýting á endurnýjanlegri orku getur komið jörðinni í betra jafnvægi. Bókin er ætluð sem vitundarvakning á heimsvísu um mikilvægi jarðvarmans sem endurnýjanlegs orkugjafa. Bókin veitir einstakt tækifæri til að ræða við börn á skemmtilegan og upplýsandi hátt um mikilvægi orkunnar í daglegu lífi, sem og um hvaðan endurnýjanleg orka kemur. Bókin fæst í völdum bókabúðum Pennans Eymundssonar og Forlagsins. Myndirnar eru frá útgáfuhófi í Elliðaárstöð á fimmtudaginn! Við vonum að þið njótið lestursins!
-
-
-
-
-
+7