Ráðstefnan Reykjavik Global Forum – Women Leaders var haldin í sjöunda sinn í vikunni með yfirskriftinni Power, Together for Action. Ráðstefnan, sem haldin var í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands, leiddi saman kvenleiðtoga frá ýmsum geirum samfélagsins, þar á meðal stjórnmálum, viðskiptalífi, frjálsum félagasamtökum, fræðasamfélagi, listum og fjölmiðlum. Ráðstefnan gefur þátttakendum hennar tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf, mynda tengsl yfir landamæri og stuðlar að jafnrétti á heimsvísu. Starfsfólk skrifstofu Alþingis tók jafnframt virkan þátt í ráðstefnunni, bæði sem gestir og með þátttöku í ýmsum hlutverkum, til dæmis við öryggisgæslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Örnu Gerði Bang, alþjóðasérfræðing, Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og Martin Chungong, framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), sem voru viðstödd ráðstefnuna. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðu Reykjavik Global Forum https://lnkd.in/efZwcU8P
About us
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis. Starfsfólk skrifstofunnar veitir þingmönnum aðstoð og ráðgjöf sem byggist á gögnum, staðreyndum og faglegu mati svo að þingmenn geti sinnt skyldum sínum sem þjóðkjörnir fulltrúar. Veitt er fagleg þjónusta þar sem gætt er að hlutleysi og áreiðanleika og gætir starfsfólk trúnaðar í störfum sínum. Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þau sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.
- Website
-
https://www.althingi.is
External link for Skrifstofa Alþingis
- Industry
- Government Administration
- Company size
- 51-200 employees
- Headquarters
- Reykjavík
- Type
- Government Agency
Locations
-
Primary
við Austurvöll
Reykjavík, IS
Employees at Skrifstofa Alþingis
-
Axel Viðar Egilsson
Research Service Project Manager at the Parliament of Iceland (Althingi)
-
Björn Freyr Björnsson
Legal Advisor at Skrifstofa Alþingis
-
Stefán Atli Rúnarsson
🔰 Starfsmaður Þingflokks Framsóknar | Digital Marketing Content
-
Anna Einarsdóttir
Records Manager at Alþingi
Updates
-
Við erum afar hreykin af því að Smiðja eftir Studio Granda, skrifstofubygging starfsfólks og þingmanna, hlaut í gær viðurkenningu sem Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Viðurkenningin er veitt af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs (Iceland Design and Architecture) fyrir arkitektúr í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni. Nánar má lesa um hönnunarverðlaunin á heimasíðu Alþingis: https://lnkd.in/epNys4ru
-
+1
-
Þessa dagana er Norðurlandaráðsþingið 2024 haldið á Alþingi en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn sem haldinn er ár hvert. Þingið sækja þingmenn Norðurlandaráðs, ráðherrar og boðsgestir víðar að og að þessu sinni er yfirskrift þingsins „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Samhliða þinginu eru einnig hliðarviðburðir eins og veiting menningarverðlauna Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðsþing æskunnar sem haldið var um síðustu helgi. Það er því er óhætt að segja að annasamir dagar og vikur hafi einkennt störf starfsfólks skrifstofunnar. Viðburður af þessari stærðargráðu krefst gríðarlegrar skipulags- og undirbúningsvinnu, þar sem samvinna við innri og ytri aðila spilar lykilhlutverk. Við erum ótrúlega stolt af okkar einvala undirbúningsteymi sem bar hita og þunga af skipulagi þingsins í samstarfi við okkar frábæra starfsfólk og alla hagaðila.
-
Við erum afar stolt af því að taka á móti viðurkenningu jafnvægisvogarinnar annað árið í röð. Jafnvægisvogin er árlega veitt þeim fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem hafa skuldbundið sig til að vinna að skýrum jafnréttismarkmiðum, hafa undirritað viljayfirlýsingu þar um og náð a.m.k. 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi. Viðurkenningin undirstrikar jafnframt skuldbindingu skrifstofu Alþingis til að stuðla að jafnrétti, inngildingu og fjölbreytileika á okkar vinnustað. Jafnvægisvogin er mikilvæg mælistika í jafnréttismálum og hvetur vinnustaði til að setja sér skýr markmið á sviði jafnréttis og ganga á undan með góðu fordæmi. Við trúum því að jafnrétti sé ákvörðun og að aukinn fjölbreytileiki innan vinnustaða sé lykilforsenda þess að ná árangri og byggja upp betra starfsumhverfi og menningu fyrir okkur öll.
-
Verkefni starfsfólks skrifstofu Alþingis geta verið ansi fjölbreytt og skemmtileg. Sum verkefni teygja sig út fyrir landsteinana. Eitt af stærsta verkefni vikunnar átti sér stað á danskri grundu í gær þegar forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, Friðrik X Danakonungur og Mary Elizabeth Danadrottning heimsóttu Jónshús í tilefni ríkisheimsóknar forseta Íslands og eiginmanns til Danmerkur. Var þetta fyrsta heimsókn dansks þjóðhöfðingja í Jónshús og starfsfólk Alþingis tók þátt í undirbúningi heimsóknarinnar. Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, tók á móti hinum opinberu gestum í Jónshúsi ásamt Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, Auði Elvu Jónsdóttur, formanni stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar og fjármála- og rekstrarstjóri skrifstofu Alþingis, og Höllu Benediktsdóttur, forstöðumanni hússins. Auk opinberra sendinefnda var forseta danska þingsins, Søren Gade, boðið í Jónshús af þessu tilefni.
Fyrsta heimsókn forsetahjóna og konungshjóna í Jónshús
althingi.is
-
Nýtt myndrænt einkenni Alþingis og hönnunarstaðall. Nýtt myndrænt einkenni Alþingis, hannað af Strik Studio var kynnt á opnunarhátið Smiðju 14. september sl. Nýja merkið má þú þegar sjá hér á þessari síðu sem og á vef Alþingis og verður nýtt heildarútlit á öllu efni Alþingis innleitt í áföngum á næstu mánuðum. Ítarlegri upplýsingar um ferlið má lesa á vef Alþingis: https://lnkd.in/ehzxRwZH
-
Takk sömuleiðis Strik Studio fyrir gott samstarf.
Það var vissulega draumaverkefni að fá að hanna nýtt útlit fyrir Alþingi sem hefur nú verið afhjúpað. Við hlökkum til að sýna meira frá hönnuninni og fylgjast með henni í notkun 💫 Takk fyrir samstarfið Skrifstofa Alþingis! Skemmtileg grein um verkefnið og viðtal við Viktor Weisshappel Vilhjálmsson hér að neðan 👇
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis - Vísir
visir.is
-
Hefur þú brennandi áhuga á framkvæmdum og viðhaldi fasteigna? Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum. Verkefnin eru krefjandi og fjölbreytt á lifandi og skemmtilegum vinnustað. Sækja um hér: Laust starf deildarstjóra fasteignaumsjónar á skrifstofu Alþingis | Laus störf | Alþingi (althingi.is)
-
Viltu stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti? Þá erum við með rétta starfið fyrir þig. Við erum í leit að hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að ganga til liðs við okkar frábæra teymi í nefndadeild skrifstofu Alþingis, umsóknarfrestur rennur út í lok dagsins í dag. Sækja um hér: https://lnkd.in/eB2UqE9q
Viltu stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti?
althingi.is