Fara í innihald

Stærðfræðigreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stærðfræðigreining er sú grein stærðfræði sem fæst við markgildi og tengda hluti, eins og deildun, heildun, mál, óendanlegar raðir og fáguð föll.

Þessi viðfangsefni eru oftast rannsökuð í samhengi við rauntölur, tvinntölur og föll. Stærðfræðigreining þróaðist út frá örsmæðareikningi og fær þaðan grunnhugtök sín og aðferðir. Stærðfræðigreining er aðskilin frá rúmfræði, en hægt er að beita henni á stærðfræðileg viðföng í rúmi sem býr yfir skilgreiningu á nánd (grenndarrúmi) eða fjarlægðum milli hluta (firðrúmi).

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  翻译: