About us

Fyrirtækið Hagvangur var stofnað árið 1971 og er eitt elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Í fyrstu starfaði fyrirtækið á sviði rekstrarráðgjafar. Síðar varð fyrirtækið ekki síður þekkt fyrir skoðanakannanir og ráðningarþjónustu, en upphaf ráðningarþjónustunnar má rekja til ársins 1976. Árið 1998 sameinaðist fyrirtækið Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand og var þá tekið upp nafnið PricewaterhouseCoopers. Um áramótin 2002/2003 urðu aftur þáttaskil þegar sú starfsemi sem tilheyrði ráðningarþjónustunni var seld til núverandi eigenda, Katrínar S. Óladóttur, núverandi framkvæmdastjóra og Þóris Á. Þorvarðarsonar, fyrrverandi stjórnarformanns og ráðningarstjóra fyrirtækisins. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið markvisst víkkað starfsvið sitt og nær ráðgjöf fyrirtækisins nú yfir vel flest svið mannauðsstjórnunar. Fyrirtækið sérhæfir sig þó enn í faglegum ráðningum, hönnun og innleiðingu ráðningarferla og mælingum. Árið 2006 gerði Hagvangur samning við hið virta bandaríska rannsókna- og prófafyrirtæki Hogan Assessment Systems og er dreifingaraðili þess á Íslandi. Það tengist þeirri sýn Hagvangs að vera fremsta og faglegasta fyrirtæki á Íslandi í starfsmannatengdri ráðgjöf og rannsóknum.

Website
http://www.hagvangur.is
Industry
Human Resources Services
Company size
11-50 employees
Headquarters
Reykjavík
Type
Privately Held
Founded
1971
Specialties
Recruiting, Head hunting, and Management Consulting

Locations

Employees at Hagvangur

Updates

Similar pages