Við hjá Intellecta erum komin í jólaskap og erum farin að undirbúa jólin á skrifstofunni okkar hérna á Höfðabakka! Hundurinn Tumi lagði sitt af mörkum með sínum einstaka sjarma og aðstoðaði okkur smá við skreytingarnar! 🎄🐾 Birna Dís Bergsdóttir Thelma Kristín Kvaran Sigridur Sandholt Lea Kristín Guðmundsdóttir Þuríður Pétursdóttir Guðmundur Jónsson
Intellecta | Ráðgjöf - Ráðningar - Rannsóknir
Business Consulting and Services
Reykjavík, Capital Region 3,967 followers
Til þess að leysa erfiðustu vandamálin þurfum við besta fólkið
About us
Intellecta var stofnað árið 2000. Fyrirtækið hefur frá þeim tíma unnið með stjórnendum við það að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja. Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki sem starfar á þremur megin sviðum: Rekstrarráðgjöf, ráðningar og rannsóknir. Við höfum sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og þróa og innleiða lausnir sem skila árangri - hvort sem við erum á fleygiferð í nýjum tækniheimi eða mætum síbreytilegum hversdagsleikanum.
- Website
-
https://intellecta.is/
External link for Intellecta | Ráðgjöf - Ráðningar - Rannsóknir
- Industry
- Business Consulting and Services
- Company size
- 11-50 employees
- Headquarters
- Reykjavík, Capital Region
- Type
- Partnership
- Founded
- 2000
- Specialties
- Ráðgjöf, Ráðningar, Rannsóknir, Consulting, Recruiting, Staffing, Research, Upplýsingatækniráðgjöf, CIO til leigu, Kjararannsóknir, Forstjóralaunagreiningar, Stefnumótun, Breytingastjórnun, Verkefnastjórnun, Strategy, and Recruitment
Locations
-
Primary
Höfðabakki 9a
Reykjavík, Capital Region 110, IS
Employees at Intellecta | Ráðgjöf - Ráðningar - Rannsóknir
Updates
-
EFLA óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf fjármálastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða félagið inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu stjórnendateymi. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024. Sjá nánar: https://lnkd.in/emQRY5nZ
-
Stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forstjóra sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024. Sjá nánar: https://lnkd.in/epc8Y-JT
-
Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Ásgarð. Ráðið er í stöðuna frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2024.
-
Landhelgisgæsla Íslands (LHG) óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf skjalastjóra. Viðkomandi ber ábyrgð samhæfingu og umsjón með gagna- og skjalasöfnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi ásamt þjálfun og stuðningi við notendur. Auk þess sinnir viðkomandi öðrum tengdum sérhæfðum verkefnum á sviði skjalamála og annarra trúnaðarganga á sviði varnarmála. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2024. https://lnkd.in/e8h7xeaT
-
Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða áhugasaman og traustan liðsfélaga í samhentan hóp sérfræðinga sem bera ábyrgð á kerfis- og tæknimálum á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar, þar með talið rekstri, viðhaldi, uppsetningu og þróun á kerfis- og tæknibúnaði Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi. Umsóknarfrestur til og með 25. nóvember 2024. https://lnkd.in/ephUc2dw
-
Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2024.
-
Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir því að nýr sveitarstjóri geti hafið störf um næstu áramót. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2024.
-
Vilt þú taka þátt í uppbyggingu eins stærsta flutningafyrirtækis heims á Íslandi? Alþjóðlega flutningafyrirtækið Kuehne+Nagel opnar starfsstöð á Íslandi og leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu framkvæmdastjóra. Viðkomandi mun stýra opnun starfsstöðvarinnar og bera ábyrgð á uppbyggingu, stefnumótun og rekstri fyrirtækisins á Íslandi með áherslu á nýsköpun og viðskiptaþróun. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2024.