Fara í innihald

Andoxunarefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andoxunarefni.

Andoxunarefni eru sameindir sem geta hægt á eða komið í veg fyrir oxun annarra sameinda. Oxun er það efnaferli þegar súrefnis rafeindir flytjast frá einu efni til annars. Við oxun geta myndast fríar sameindir er koma af stað keðjuverkandi efnahvörfum sem skemma frumurnar. Andoxunarefni geta komið í vega fyrir þessa keðjuverkun með því að tengjast óbundnu rafeindunum, og koma þannig í veg fyrir áframhaldandi oxun með því að oxast sjálf. Andoxunarefni eru afoxarar eins og þiol, askorbínsýra (C-vítamín) eða polyfenól.

Þó svo að oxun sé lífinu lífsnauðsynleg, þá getur hún einnig valdið skaða. Plöntur og dýr hafa flókið kerfi margskonar andoxunarefna eins og glútatþíón, C-vítamín og E-vítamín sem og ensíma eins og katalasa, superoxíð dismútasa og mismunandi peroxíðasa. Lág gildi andoxunarefna eða efna er hamla virkni andoxunarensíma, valda oxunar stressi og geta skaða frumur eða valdið frumudauða. Þar sem oxunar stress gæti verið mikilvægu þáttur í mörgum sjúkdómum er hrjá mannfólkið, eru miklar rannsóknir gerðar á andoxunarefnum og notkun þeirra í lyfjaiðnaði. Sérstaklega sem meðferð við hjartaáfalli og sjúkdómum í taugakerfinu. Hins vegar er ekki vitað hvort oxunar stress sé orsök eða afleiðing þessara sjúkdóma.

Andoxunarefni eru mikið notuð sem viðbót í matvæli með von um bætta heilsu og til að fyrirbyggja sjúkdóma eins og krabbameina og hjartasjúkdóma. Jafnvel þó að frumrannsóknir hafi gefið til kynna að andoxunarefni geti bætt heilsu, hafa stórar klínískar rannsóknir, sem fram hafa komið á seinni árum ekki bent til neins ávinnings og jafnvel sýnt fram á að ofneysla andoxunarefna geti valdið skaða. Að auki fyrrgreindra nota eins og í lyfjaiðnaði, þá hafa þessi efnasambönd verið mikið notuð í öðrum iðnaði eins og matvæla- og snyrtivöru iðnaði sem þrávarnarefni auk þess sem þau eru notuð til að koma í veg fyrir niðurbrot gúmmís og bensíns.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  翻译: